Ráðgjöf & Raunfærnimat

Náms- og starfsráðgjafi Þekkingarnets Þingeyinga frá haustinu 2018 er Guðrún Helga Ágústsdóttir en hún sinnir allri almennri náms- og starfsráðgjöf, þ.m.t. fyrir atvinnuleitendur, fullorðið fólk á vinnumarkaði, háskólanema og alla aðra sem þarfnast leiðsagnar varðandi nám, störf og áhugasvið.

Með náms- og starfsráðgjöf er hægt að fá;
o   upplýsingar um nám og störf,
o   aðstoð til að auðvelda ákvarðanatöku vegna náms- og/eða starfsvals,
o   aðstoð við að kanna áhugasvið, færni og persónulegra styrkleika með tilliti til náms og starfa,
o   aðstoð við mat á möguleikum til náms og starfa,
o   aðstoð við að takast á við hindranir í námi s.s. prófkvíða og lesblindu,
o   aðstoð við að setja sér markmið og gera áætlun um nám eða starfsþróun,
o   leiðsögn um árangursrík vinnubrögð í námi t.d. glósugerð og prófundirbúning,
o   stuðning og hvatningu til símenntunar,
o   aðstoð við gerð ferilskráa (CV) og atvinnuumsókna.

Hvað er raunfærnimat?

 • Raunfærnimat er staðfesting og mat á færni einstaklingsins án tillits til þess hvernig eða hvar hennar hefur verið aflað. Markmiðið með raunfærnimati er að viðurkenna þá færni einstaklingsins sem hann býr yfir á ákveðnum tíma, þannig að hann þurfi ekki að sækja nám í því sem hann kann eða öðlist framgang í starfi. Raunfærnimat byggist á því að mögulegt sé að draga fram og lýsa raunfærni sem er fyrir hendi og skilgreina, meta og viðurkenna.
 • Mat á raunfærni er mikil hvatning til náms fyrir einstaklinga á vinnumarkaðanum og gefur þeim tækifæri á að ljúka námi á sínum forsendum.
 • Mat á raunfærni getur verið hvati fyrir fullorðið fólk á vinnumarkaði, í hinum ýmsu starfsgreinum, til að ljúka formlegu námi. Þar með styrkist staða þess, fagstéttanna, fyrirtækjanna og þjóðarinnar almennt hvað varðar þekkingarstig og framþróun.

Raunfærnimatsferlið

 •     Kynning á ferlinu
 •     Viðtal við náms- og starfsráðgjafa
 •     Ferlið hefst þegar kominn er hópur af einstaklingum sem uppfyllir inntökuskilyrði
 •     Færniskráning (gerð færnimöppu og sjálfsmat)
 •     Matssamtal (fagaðili metur færnina með fjölbreyttum aðferðum)
 •     Nánari staðfesting ef þess er þörf
 •     Viðurkenning (skírteini eða skráning metinna eininga í Innu

Hér er bæklingur um raunfærnimat á íslensku og ensku

Listi yfir starfsgreinar þar sem raunfærnimat hefur farið fram eða unnið er að þróun viðmiða má finna hér

„Fræðslustjóri að láni“ – fyrirtækjaráðgjöf – „Markviss“-ráðgjöf

Þekkingarnet Þingeyinga í samstarfi við fræðslusjóði stéttarfélaganna getur boðið “Fræðslustjóra að láni“.  Verkefnið byggir á að lána ráðgjafa til fyrirtækja í tiltekinn tíma. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk. Út frá greiningunni er unnin fræðslu- og símenntunaráætlun sem leggur grunn að markvissri fræðslu starfsmanna. Hægt er að sækja um styrk að fullu fyrir verkefninu til fræðslusjóðanna.Markviss uppbygging starfsfólks er aðferð þar sem unnið er kerfisbundið að starfsmannaþróun í fyrirtækjum og stofnunum. Með Markviss er metin og skipulögð menntun, þjálfun og annað sem tengist uppbyggingu starfsmanna.
Aðferðir Markviss gefa stjórnendum og starfsmönnum kost á að meta sjálfir færni- og þekkingarþörf innan fyrirtækis eða stofnunar og skipuleggja uppbyggingu hvers starfsmanns í samræmi við niðurstöður matsins.
Markviss hentar vel stærri sem smærri fyrirtækjum og stofnunum, jafnt opinberum sem í einkarekstri.

 • Öflugri starfsmenn
 • Heildarsýn yfir færni starfsmanna
 • Símenntunaráætlanir fyrir hvern starfsmann eða starfsmannahóp
 • Opnari samskipti yfir og undirmanna
 • Auðveldar lausn vandamála innan fyrirtækja og stofnana
 • Fyrirtæki og stofnun fær kerfi til að vinna áfram að símenntun starfsmanna
Þeir sem vilja nýta sér þjónustu ráðgjafa, þ.m.t. við raunfærnimat, markviss-ráðgjöf og/eða “fræðslustjóra að láni” geta haft samband við Ingibjörgu með því að senda póst á netfangið ingibjorg@hac.is eða hringt í síma 464-5100.
X