Ráðgjöf & Raunfærnimat

Náms- og starfsráðgjöf

Markmið með náms- og starfsráðgjöf er að efla vitund einstaklinga um áhuga sinn, viðhorf, hæfileika þannig þeir fái notið sín í námi og starfi.

Þekkingarnet Þingeyinga býður upp á náms- og starfsráðgjöf fyrir alla.

Guðrún Helga Ágústsdóttir (gudrunhelga@hac.is)  sinnir allri almennri náms- og starfsráðgjöf, þ.m.t. fyrir atvinnuleitendur, fullorðið fólk á vinnumarkaði, háskólanema og alla aðra sem þarfnast leiðsagnar varðandi nám, störf og áhugasvið.

Með náms- og starfsráðgjöf er hægt að fá;
o   upplýsingar um nám og störf,
o   aðstoð til að auðvelda ákvarðanatöku vegna náms- og/eða starfsvals,
o   aðstoð við að kanna áhugasvið, færni og persónulegra styrkleika með tilliti til náms og starfa,
o   aðstoð við mat á möguleikum til náms og starfa,
o   aðstoð við að takast á við hindranir í námi s.s. prófkvíða og lesblindu,
o   aðstoð við að setja sér markmið og gera áætlun um nám eða starfsþróun,
o   leiðsögn um árangursrík vinnubrögð í námi t.d. glósugerð og prófundirbúning,
o   stuðning og hvatningu til símenntunar,
o   aðstoð við gerð ferilskráa (CV) og atvinnuumsókna.

Það er bæði í boði að koma í viðtal til náms- og starfsráðgjafa en einnig er boðið upp á rafræna náms- og starfsráðgjöf.

Hér getur þú lesið meira um náms- og starfsráðgjöf og bókað tíma.

 

Raunfærnimat
Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi.

Nám fer ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við ýmsar aðstæður. Allt nám er verðmætt og því er mikilvægt að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað.

Raunfærnimatsferlið

 •     Kynning á ferlinu
 •     Viðtal við náms- og starfsráðgjafa
 •     Ferlið hefst þegar kominn er hópur af einstaklingum sem uppfyllir inntökuskilyrði
 •     Færniskráning (gerð færnimöppu og sjálfsmat)
 •     Matssamtal (fagaðili metur færnina með fjölbreyttum aðferðum)
 •     Nánari staðfesting ef þess er þörf
 •     Viðurkenning (skírteini eða skráning metinna eininga í Innu

Hér er hægt að fá frekari upplýsingar um raunfærnimat og bóka tíma.

 

Fyrirtækjaráðgjöf

Þekkingarnet Þingeyinga í samstarfi við fræðslusjóði stéttarfélaganna getur boðið “Fræðslustjóra að láni“, fyrirtækjaráðgjöf. Verkefnið byggir á að lána ráðgjafa til fyrirtækja í tiltekinn tíma.
Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk.
Út frá greiningunni er unnin fræðslu- og símenntunaráætlun sem leggur grunn að markvissri fræðslu starfsmanna. Hægt er að sækja um styrk að fullu fyrir verkefninu til fræðslusjóðanna. 
Kostir fyrirtækjaráðgjafar:
 • Öflugri starfsmenn
 • Heildarsýn yfir færni starfsmanna
 • Símenntunaráætlanir fyrir hvern starfsmann eða starfsmannahóp
 • Opnari samskipti yfir og undirmanna
 • Auðveldar lausn vandamála innan fyrirtækja og stofnana
 • Fyrirtæki og stofnun fær kerfi til að vinna áfram að símenntun starfsmanna
Hér er hægt að lesa meira um fyrirtækjaráðgjöf og bóka tíma. 
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á Guðrúnu gudrunhelga@hac.is eða Ingibjörgu ingibjorg@hac.is.