Ræktun berjarunna

Safarík ber úr eigin ræktun eru heillandi, börnin elska þau, þeir fullorðnu líka og þeir hafa ánægju af því að búa til saft og sultur úr berjunum og svo elska fuglarnir berin líka. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu tegundir berjarunna sem þrífast á Íslandi sem gefa æt ber í ræktun hér á landi. Fjallað er um ræktun plantanna, sáningu, græðlingatöku, áburðargjöf, klippingar og umhirðu, helstu meindýr í berjaræktun og hvernig best er að verjast þeim.

Nemendur á námskeiðinu fá aðgang að lokuðum hóp á Fésbók. Þar mun leiðbeinandi miðla upplýsingum og myndböndum og nemar fá tækifæri á að spyrja og spjalla.

Leiðbeinandi: Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins.

 

Kennsludagar Tímasetning Staðsetning Verð
21.04.2021
16:30 - 18:00
Vefnámskeið
12.900 kr.

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X