Rannsókn á þróun atvinnuhátta

Þekkingarnet Þingeyinga fékk nýverið rannsóknastyrk úr byggðarannsóknasjóði Byggðastofnunar. Styrkurinn verður nýttur í verkefni sem snýst um rannsókn á þróun atvinnuhátta í sjávarbyggðum á Íslandi. Húsavík verður notuð sem raundæmi og verður þróun atvinnhátta í bænum síðustu öldina skoðuð og svo lögð megináhersla á nútímann og framtíðina. Það er eitt af markmiðum verkefnisins að afla hagnýtrar þekkingar á því hvernig móta skuli atvinnustefnu sjávarbyggða við Ísland með sérstakri áherslu á breytingar í ytra umhverfi og samfélagsgerð.

Óli Halldórsson forstöðumaður og Gréta Bergrún Jóhannesdóttir verkefnastjóri í Menntasetrinu á Þórshöfn  stýra þessu verkefni. Nú í sumar er sumarstarfsmaður að vinna að einstökum þáttum verkefnisins, þ.e. Birna Ásgeirsdóttir, nemi við H.A.  Rannsókninni verður lokið í byrjun árs 2016 og verður skýrsla birt hér á heimasíðunni og verkefnið kynnt með öðrum hætti þegar þar að kemur.

1910
Húsavík árið 1910. (Mynd úr Sögu Húsavíkur I).

Deila þessum póst