Rannsókn á þróun og stöðu ferðaþjónustu

ferd-forsida

Þekkingarnetið var að gefa út Rannsóknaskýrslu um þróun og stöðu ferðaþjónustu á Húsavík. Um er að ræða niðurstöður ferðavenjukannana sem gerðar voru sumrin 2013 og 2014.  Þessi rannsókn er hluti stærra verkefnis sem unnið hefur verið að frá árinu 2013 um efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu.  Það verkefni er unnið af Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Húsavík í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála og Þekkingarnet Þingeyinga. Höfundur og umsjónaraðili þessa verkefnis er Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar með opnum fyrirlestri á Húsavík á næstu vikum, en í dag, 13. janúar, verður hluti þessa kynntur á fundi um ferðamál í Ýdölum í Aðaldal. Þá verður verkefnið einnig kynnt frekar  utan héraðs á næstunni.

Deila þessum póst