Útgefið efni


2024

2023

2022

   • NorthQuake 2022. The 4th International Workshop on Earthquakes in North Iceland. Ed. Sigurjón Jónsson et al. 2022.
   • Þingeyjarsýslur í tölum. Samantekt helstu hagtalna í Þingeyjarsýslum undanfarin ár. Unnið af Lilju Berglind Rögnvaldsdóttur og Elíasi Árna Eyþórssyni. September  2022.
   • Mannfjöldaþróun í Þingeyjarsýslu 2013-2022. Upplýsingar um mannfjöldaþróun í Þingeyjarsýslu eru gefnar út árlega. Unnið af Helenu Eydís Ingólfsdóttur. Apríl 2022.
   • Hamingja og vellíðan í Mývatnssveit. Íbúakönnun sem Þekkingarnetið hefur framvæmt undanfarin ár fyrir Skútustaðahrepp. Unnið af Lilju Berglind Rögnvaldsdóttur. Apríl 2021.
   • Ársskýrsla 2021 og starfsáætlun 2022. Unnið af starfsfólki Þekkingarnetsins. Febrúar 2022.

2021

   • Þróun og þekking: Ný nálgun í stoðkerfi byggða. Í þessari skýrslu er skipulag og starfsemi þekkingarstofnana á dreifbýlum svæðum í nágrannalöndum okkar skoðað sem og þróun þeirra í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar. Staða þekkingarsamfélaga á dreifbýlum svæðum á Íslandi er jafnframt borin saman við niðurstöðurnar og leitast við að meta möguleika landsins til framþróunar í þeim efnum. Að endingu er raundæmi um þekkingarsamfélag „Hús þekkingar og atvinnulífs á Húsavík“, sem byggir á ofangreindri vinnu, útfært og kynnt. Verkefnið var áhersluverkefni SSNE og hlaut styrk þaðan í júní 2020. Unnið af Ólöfu Traustadóttur, Óla Halldórssyni, Lilju B. Rögnvaldsdóttur og Helenu Eydísi Ingólfsdóttur. Janúar 2021.
   • Ársskýrsla 2020 og starfsáætlun 2021. Unnið af Óla Halldórssyni og öðru starfsfólki Þekkingarnetsins. Febrúar 2021.
   • Mannfjöldaþróun í Þingeyjarsýslu 2012-2021. Upplýsingar um mannfjöldaþróun í Þingeyjarsýslu eru gefnar út árlega. Unnið af Helenu Eydís Ingólfsdóttur. Mars 2021.
   • Hamingja og vellíðan í Mývatnssveit. Íbúakönnun sem Þekkingarnetið hefur framvæmt í þrígang fyrir Skútustaðahrepp í þeim tilgangi að kanna hamingju og vellíðan íbúa til hagnýtrar ákvarðanatöku sveitarstjórnar Skútustaðahrepps, með það að leiðarljósi að auka hamingju og vellíðan íbúa. Unnið af Lilju Berglind Rögnvaldsdóttur. Apríl 2021.
   • Sögur úr sveitinni. Heimildahlaðvarp með viðtölum við eldra fólk í Mývatnssveit um lífið í sveitinni fyrr á tímum. Meðal þess sem rætt er um í þáttunum er daglegt líf við vatnið og hvernig það breyttist með árstíðunum. Einnig Kröflueldarnir, Laxárdeilan, umbreyting sveitarinnar úr fámennum stað í fjölsóttan ferðamannastað, þróun atvinnulífs og margt fleira. Úr viðtölunum vann Margrét fjóra hlaðvarpsþætti undir heitinu Sögur úr sveitinni. Þeir eru aðgengilegir á Spotify og Podbean.
   • Byltingar og byggðaþróun: Hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun fjórðu iðnbyltingarinnar. Verkefnið Byltingar og byggðaþróun hlaut í maí 2020 styrk Byggðarannsóknarsjóðs til að greina áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar í byggðum landsins og mögulegar leiðir til að nýta innviði þekkingarsetra til að mæta áskorunum og tækifærum byltingarinnar. Verkefnið er samstarfsverkefni Þekkingarnets Þingeyinga og Nýheima Þekkingaseturs. Desember 2021.

2020

   • Ársskýrsla 2019 og starfsáætlun 2020. Unnið af Óla Halldórssyni og öðru starfsfólki Þekkingarnetsins. Febrúar 2020.
   • FjarfundamenningFjarfundir. Myndbönd um fjarfundi: Lög og reglur og fundastjórn og tækni. Unnið af Helenu Eydísi Ingólfsdóttur ásamt Helga Svavarsyni og Sif Jóhannesdóttur hjá SÍMEY. Mars 2020.
   • Hamingja og vellíðan í Mývatnssveit: Niðurstöður íbúakönnunar 2020. Unnið af Lilju Berglind Rögnvaldsdóttur. Mars 2020.
   • Störf án staðsetningar: Greining á fjarvinnslu í Þingeyjarsýslum. Unnið af Dagnýju Theódórsdóttur. Ágúst 2020.
   • Skáld á skökkum stað: Heimildahlaðvarp um skáldkonuna Jakobínu Sigurðardóttur. Unnið af Valgerði Maríu Þorsteinsdóttur, nema í bókmenntafræði í Háskóla Íslands. Verkefnið er hluti átaksverkefnis stjórnvalda um sumarstörf námsmanna 2020. Ágúst 2020.
   • Lífið í Flatey: Heimildahlaðvarp í fjórum þáttum um lífið í Flatey á árum áður.  Unnið af Bjargeyju Ingólfsdóttur, nema í tölvunarfræði við Stockholms University og Páli Hlíðari Svavarssyni nema í Menntaskólanum á Akureyri. Verkefnið er hluti átaksverkefnis stjórnvalda um sumarstörf námsmanna 2020. Ágúst 2020.
   • Kópasker sem þjónustukjarni: Sýn íbúa á lágmarks þjónustuþætti í héraði og gildi Kópaskers sem þjónustukjarna. Unnið af Lilju Berglind Rögnvaldsdóttur. Október 2020.
   • Mannfjöldaþróun í Þingeyjarsýslu 2011-2020. Unnið af Helenu Eydísi Ingólfsdóttur. Nóvember 2020.
   • Grásleppu- og laxveiðar: Er jákvæð fylgni á milli? Unnið af Árdísi Ingu Höskuldsdóttur, nema í sjávarútvegsfræði í Háskólanum á Akureyri. Verkefnið er hluti átaksverkefnis stjórnvalda um sumarstörf námsmanna 2020. Desember 2020.

2019

2018

2017

2016

2015

   • Mannfjöldaþróun í Þingeyjarsýslum. Árleg samantekt af mannfjöldaþróun í Þingeyjarsýslum og við Bakkaflóa. Höfundur: Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
   • Þjónustusókn og samfélagsábyrgð í dreifbýli. Niðurstöður úr samfélagsrannsókn sem framkvæmd var á árinu 2014. Höfundar: Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Berglind Jóna Þorláksdóttir og Óli Halldórsson. Efni skýrslu fjallar um það var íbúar á Norðausturhorni landsins sækja helstu þjónustu s.s. matvöruverslun, einnig þá ábyrgð sem þeir bera í samfélaginu.
   • Ársskýrsla 2014 og Starfsáætlun 2015 – Efni skýrslu:
    Ársskýrsla Þekkingarnets Þingeyinga 2014 og starfsáætlun fyrir 2015. Gefin út árlega. Unnið af Óla Halldórssyni.

2014

   • Þróun og staða ferðaþjónustu á Húsavík – Niðurstöður ferðavenjukannana sumrin 2013 og 2014. Höfundur: Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir. Samstarf við Háskóla Íslands og Rannsóknamiðstöð ferðamála.
   • Sjálfbær landnýting og landbætur: Reynsla viðhorf og væntingar. Efni skýrslu: Þátttökusjónarmið í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu. Viðtöl við bændur á Norð-Austurlandi. Höfundur: Jónína Sigríður Þorláksdóttir. Ritstjórn: Gréta Bergrún Jóhannesdóttir.
   • Northquake2013
    Efni skýrslu: samantekt af fyrirlestrum sem fluttir voru á alþjóðlegri jarðskjálftaráðstefnu á Húsavík í júní 2013. Ristjórn: Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Ragnar Stefánsson, Páll Einarsson og Sigurjón Jónsson.
   • Mannfjöldaþróun í Þingeyjarsýslum 2014
    Efni skýrslu:
    Árleg samantekt af mannfjöldaþróun í Þingeyjarsýslum og við Bakkaflóa. Unnið af Grétu Bergrúnu Jóhannesdóttur.
   • Ársskyrsla 2013 og Starfsáætlun 2014
    Efni skýrslu:
    Ársskýrsla Þekkingarnets Þingeyinga 2013 og starfsáætlun fyrir 2014. Gefin út árlega. Unnið af Óla Halldórssyni.
   • Í andlitinu speglast sagan. Bernskuminningar úr Þingeyjarsýslum. 2014. Halldóra Kristín Bjarnadóttir.

2013

   • Arsskyrsla2013ogStarfsaaetlun2014
    Efni skýrslu:
    Ársskýrsla Þekkingarnets Þingeyinga 2013 og starfsáætlun fyrir 2014. Gefin út árlega. Unnið af Óla Halldórssyni.
   • Þarfagreining á námsframboði í Þingeyjarsýslum
    Efni skýrslu:
    Þrískipt könnun sem unnin var vegum Þekkingarnetsins fyrir Menntamálaráðuneytið. Spurningalisti var lagður fyrir nemendur í 9-10 bekk, spurningalisti var sendur á stjórnendur fyrirtækja og símakönnun var hringd út á tilviljunarkennt úrtak Þingeyinga á aldrinum 18-67 ára.
   • Auðlindagarður í Öxarfirði
    Efni skýrslu:
    Sumarverkefni sem Hugrún Lísa Heimisdóttir vann að í samstarfi við Nýsköpunarsjóð námsmanna og Þekingarnetið. Heildarmarkmið verkefnisins er að kanna möguleika til vistvænnar og sjálfbærrar grænmetisræktunar á Austursandi í Öxarfirði. Grundvöllur verkefnisins er annars vegar jarðvarminn sem finna má á svæðinu og hins vegar nýting á úrgangi frá matvælaframleiðendum í nágrenninu til áburðarframleiðslu og metanframleiðslu.
   • Áhrif frystingar á gæði makríls
    Efni skýrslu:
    Sumarverkefni unnið af Jónínu Sigríði Þorláksdóttur, mælingar og rannsóknir á makríl á ýmsum stigum frystingar. Verkefnið var unnið á Þórshöfn fyrir Ísfélag Vestmannaeyja á Þórshöfn og Matís
   • Ársskýrsla 2012 og starfsáætlun 2013
    Efni skýrslu:
    Ársskýrsla Þekkingarnets Þingeyinga 2012 og starfsáætlun fyrir 2013. Gefin út árlega. Unnið af Óla Halldórssyni.
   • Mannfjöldaþróun starfssvæðis Þekkingarnets Þingeyinga 2013
    Efni skýrslu:
    Unnið af Aðalsteini J. Halldórssyni. Skýrslan er yfirlit yfir mannfjöldaþróun á starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga sem nær frá Vaðlaheiði í vestri til Bakkafjarðar í austri. Í skýrslunni kemur fram hvernig íbúafjöldi hefur breyst á tímabilinu 2002 – 2013 í einstökum sveitarfélögum og byggðakjörnum innan þeirra. Einnig er kynjahlutafall sveitarfélaganna og byggðarkjarnanna skoðað sem og svæðisins í heild og landsins alls til samanburðar.

2012

   • Þingey í Skjálfandafljóti: tækifæri og framtíð?
    Efni skýrslu:
    Unnið af Hildur Kristjánsdóttur, Óla Halldórssyni og Aðalsteini J. Halldórssyni. Skýrslan er niðurstaða vinnu sem Þekkingarnetið tók að sér fyrir Héraðsnefnd Þingeyinga. Um er að ræða greiningu á tækifærum Þingeyjar í Skjálfandafljóti sem ferðamannastaðar og almennar nýtingar ásamt því að greina heppilegustu kosti til þess að bæta aðgengi í eyjuna.
   • Mannfjöldaþróun starfssvæðis Þekkingarnets Þingeyinga 2012
    Efni skýrslu:
    Unnið af Aðalsteini J. Halldórssyni. Skýrslan er yfirlit yfir mannfjöldaþróun á starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga sem nær frá Vaðlaheiði í vestri til Bakkafjarðar í austri. Í skýrslunni kemur fram hvernig íbúafjöldi hefur breyst á tímabilinu 2002 – 2012 í einstökum sveitarfélögum og byggðakjörnum innan þeirra. Einnig er kynjahlutafall sveitarfélaganna og byggðarkjarnanna skoðað.
   • Könnun á viðhorfum fólks til Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Nausts
    Efni skýrslu:
    Unnið af Aðalsteini J. Halldórssyni en um er að ræða könnun sem unnin var fyrir Langanesbyggð. Póstkönnun var gerð meðal fólks sem komið er yfir sextugt um viðhorf þeirra til Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Nausts.
   • Ársskýrsla 2011 og starfsáætlun 2012
    Efni skýrslu:
    Ársskýrsla Þekkingarnets Þingeyinga 2011 og starfsáætlun fyrir 2012. Gefin út árlega. Unnið af Óla Halldórssyni.

2011

   • EQM-Gæðahandbók Þekkingarnets Þingeyinga 2012
    Efni handbókar:
    Gæðahandbók Þekkingarnets Þingeyinga, unnin eftir EQM gæðakerfinu.  Byggir á sjálfsmati stofnunarinnar. Ábyrgð og ritstjórn; Óli Halldórsson og Helena Eydís Ingólfsdóttir.
   • Vímuvarnarsamningur Völsungs: Árangur og eftirfylgni
    Efni skýrslu:
    Sumarið 2011 vann Kjartan Páll Þórarinsson þessa skýrslu í samvinnu við Þekkingarnet Þingeyinga og Völsungs. Verkefnið gekk út á að kanna árangur af Vímuvarnarsamning Völsungs sem er samningur sem gerður er við iðkendur knattspyrnu hjá yngri flokkum Völsungs.
   • Grunnur að EQM-Gæðahandbók fyrir aðila í framhaldsfræðslu – PUBLISHER SKJAL – SKOÐA
    Efni handbókar:
    Handbókin er grunnur sem fræðsluaðilar sem vilja innleiða EQM gæðviðmið í sitt starf geta nýtt sér til að útbúa sína eigin gæðahandbók.
    Verkefnið fékk styrk úr Fræðslusjóði. Unnið af starfsfólk símenntunarsviðs. Ábyrgð og ritstjórn; Óli Halldórsson og Helena Eydís Ingólfsdóttir.
   • Ársskýrsla 2010 og starfsáætlun 2011
    Efni skýrslu:
    Ársskýrsla Þekkingarnets Þingeyinga 2010 og starfsáætlun fyrir 2011.  Gefin út árlega. Unnið af Óla Halldórssyni.
   • Dagvistunarmál í Langanesbyggð: Netkönnun og samantekt
    Efni skýrslu:
    Unnið af Grétu Bergrúnu Jóhannesdóttur. Skýrslan var unnin af beiðni Langanesbyggðar. Um er að ræða netkönnun á meðal foreldra barna á dagvistunaraldri og óskir þeirra og væntingar til slíkrar þjónustu í sveitarfélaginu.
   • Mannfjöldaþróun á starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga
    Efni skýrslu:
    Unnið af Aðalsteini J. Halldórssyni. Skýrslan er yfirlit yfir mannfjöldaþróun á starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga sem nær frá Vaðlaheiði í vestri til Bakkafjarðar í austri. Í skýrslunni kemur fram hvernig íbúafjöldi hefur breyst á tímabilinu 2002 – 2011 í einstökum sveitarfélögum og byggðakjörnum innan þeirra.
   • Fjölgar kreppan krónum? Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu á Húsavík við breyttar samfélagsaðstæður
    Efni skýrslu:
    Unnið af Andra Val Ívarssyni og Óla Halldórssyni, ásamt fleiri starfsmönnum Þekkingarnetsins.  Um er að ræða lokaskýrslu rannsóknar sem snýr að útgjöldum erlendra ferðamanna á Húsavík.  Byggt er m.a. á viðhorfskönnun frá sumrinu 2010.
   • Sögulegir jarðskjálftar á Norðurlandi. Samantekt á núverandi þekkingu og frekari leit að áður ótilgreindum heimildum. 2011. Ómar Þorgeirsson. Leiðbeinanendur: Sigurjón Jónsson, Páll Einarsson, Sveinbjörn Rafnsson.

2010

   • Nýsköpun bænda í Þistilfirði
    Efni skýrslu:
    Unnið af Hildi Ásu Henrýsdóttur sumarið 2010. Viðtalsrannsókn við unga bændur í Þistilfirði
   • Viðhorfskönnun fyrir eldri borgara í Skútustaðahreppi
    Efni skýrslu:
    Unnið af Aðalsteini J. Halldórssyni sumarið 2010 fyrir Skútustaðahrepp. Um er að ræða niðurstöður könnunar meðal eldri borgara í Mývatnssveit um ýmisa kosti varðandi aðhlynningu og fleira í þeim dúr.
   • Árbók Þingeyinga: Fréttir úr héraði 1958-2008
    Efni skýrslu:
    Unnið af Tinnu Þórarinsdóttur haustið 2009. Skýrslan er samantekt á helstu upplýsingum á tímabilinu 1956 til 2008. Sérstaklega er horft á þá þætti sem geta skýrt hvernig samfélagið hefur þróast á þessu tímabili, til dæmis íbúaþróun.
   • Viðhorfskönnun í Norðurþingi 2010 vegna sveitastjórnarkosninga
    Efni skýrslu:
    Unnið af Grétu Bergrúnu Jóhannesdóttur og Aðalsteini J. Halldórssyni. Könnunin sýnir viðhorf kjósenda í Norðurþingi til þeirra lista sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum 2010. Einnig má sjá viðhorf til héraðsfréttamiðilsins Skarps og auglýsingamiðilsins Skránnar.
   • Ársskýrsla 2009 og starfsáætlun 2010
    Efni skýrslu:
    Ársskýrsla Þekkingarnets Þingeyinga fyrir árið 2009 og starfsáætlun 2011. Gefin út árlega. Unnið af Óla Halldórssyni.
   • Mannfjöldaþróun á starfssvæði Þekkingarseturs Þingeyinga 2010
    Efni skýrslu:
    Unnið af Aðalsteini J. Halldórssyni. Skýrslan er yfirlit yfir mannfjöldaþróun á starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga sem nær frá Vaðlaheiði í vestri til Bakkafjarðar í austri. Í skýrslunni kemur fram hvernig íbúafjöldi hefur breyst á tímabilinu 2002 – 2010 í einstökum sveitarfélögum og byggðakjörnum innan þeirra.
   • Búsetugæði á Norðausturlandi: Starfssvæði Þekkingarseturs Þingeyinga
    Efni skýrslu:
    Þessi rannsókn var unnin af Grétu Bergrúnu Jóhannesdóttur og Aðalsteini J. Halldórssyni. Hún er unnin á árunum 2008 og 2009 með spurningakönnun sem send var til 1200 íbúa á starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga hvort ár. Markmið hennar var að kalla fram viðhorf íbúa á starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga til ýmissa samfélagsþátta, þjónustu og búsetuskilyrða. Rannsóknin fékk styrk úr Vaxtarsamning Norðausturlands.

2009

   • Síldarárin á Raufarhöfn: Viðtöl við íbúa Raufarhafnar
    Efni skýrslu:
    Verkefni sem Tinna Stefánsdóttir vann fyrir Þekkingarsetur Þingeyinga sumarið 2009. Um er að ræða viðtöl við fimm einstakinga sem öll muna vel eftir sögu síldaráranna á Raufarhöfn. Sögu síldaráranna á Raufarhöfn hefur aldrei verið gerð nein skil og er verkefnið hugsað sem fyrsta skrefið í að varðveita og skrá þá sögu.
   • Íslenskuspilið – Kennsluefni í íslensku fyrir útlendinga
    Efni:
    Kennsluefni í íslensku fyrir útlendinga. Þekkingarnet Þingeyinga er útgefandi efnisins, höfundur þess er Selma Kristjánsdóttir. Spilið er þróað og hannað af Selmu Kristjánsdóttur við störf hjá Þekkingarsetri Þingeyinga við nýbúafræðslu.  Vinna við spilið stóð yfir frá 2007-2009 og er spilið útgefið í september 2009.  Íslenskuspilið er til sölu hjá Þekkingarneti Þingeyinga – pantanir sendast á netfangið hac@hac.is .
   • Vinabæjarsamstarf Þingeyskra sveitarfélaga – ávinningur og annmarkar
    Efni skýrslu:
    Unnið af Róbert H. Baldurssyni fyrir Þekkingarnet Þingeyinga. Markmið skýrslunnar er að kanna vinabæjarsamstarf þingeyskra sveitarfélaga og stöðu þeirra á alþjóðavettvangi. Róbert kemst að þeirri niðurstöðu að ýmislegt megi betur fara í þeim efnum og setur fram tillögur um úrbætur.
   • Náttúruminjasafn Íslands – greinargerð
    Efni skýrslu:
    Unnið af Þekkingarneti Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. Skýrslan er gefin út í tilefni af hugmynd um rekstur Náttúruminjasafns Íslands í breyttri mynd, með höfuðstöðvar á Húsavík.  Unnið hefur verið að málinu frá ársbyrjun 2009 í samvinnu fjölmargra aðila sem tengjast málinu í Þingeyjarsýslum.
   • Mannfjöldaþróun á starfssvæði Þekkingarseturs Þingeyinga
    Efni skýrslu:
    Unnið af Aðalsteini J. Halldórssyni. Skýrslan er yfirlit yfir mannfjöldaþróun á starfssvæði Þekkingarseturs Þingeyinga sem nær frá Vaðlaheiði í vestri til Bakkafjarðar í austri. Í skýrslunni kemur fram hvernig íbúafjöldi hefur breyst á tímabilinu 2002 – 2008 í einstökum sveitarfélögum og byggðakjörnum innan þeirra.

2008

Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu á Húsavík – tilkoma hvalaskoðunar
Efni skýrslu:
Unnið af Rannveigu Guðmundsdóttur B.A. í ferðmálafræði og Andra Val Ívarssyni hagfræðinema. Þau unnu þetta verkefni sumarið 2008 með stuðningi frá Verkefnasjóði Þekkingarseturs Þingeyinga og Nýsköpunarsjóði námsmanna. Skýrslan fjallar um þær breytingar sem urðu á ferðaþjónustu á Húsavík með tilkomu hvalaskoðunar.

2007

   • Mannfjöldaþróun í Norðurþingi 2000-2006. 2007. Haraldur Reinhardsson.
   • Þjóðgarðar og atvinna – Staða ferðaþjónustu við þjóðgarðana við Jökulsárgljúfur og Skaftafell
    Efni skýrslu:
    Unnið af Lindu Margréti Sigurðardóttur, B.S. viðskiptafræðingi frá Háskólanum í Bifröst. Linda var ráðin til þessa verkefnis sl. vor eftir að Þekkingarsetrið hafið fengið styrkveitingu hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna til þessarar rannsóknar. Þekkingarsetrið hafði einnig umsjón með verkefninu. Skýrsluna má nálgast með því að ýta á heiti hennar hér fyrir ofan.
   • Vaðlaheiðargöng – Mat á samfélagsáhrifum
    Efni skýrslu:
    Unnið af Haraldi Reinhardssyni B.S.-nema í samfélags- og hagþróunarfræðum við Háskólann á Akureyri. Haraldur hafði frumkvæði að þessu verkefni og vann að því síðastliðið sumar á Þekkingarsetrinu.  Þekkingarsetrið hafði umsjón með verkefninu.
   • Háskólasetur á Húsavík – greinargerð
    Efni skýrslu:
    Stutt greinargerð tekin saman af Þekkingarsetri Þingeyinga og Náttúrustofu Norðausturlands. Greinargerðin var unnin vegna vinnu við fjármögnun rannsóknaseturs í sjávarspendýrafræðum innan veggja Þekkingarsetursins. Verkefnið var kynnt fjárlaganefnd Alþings haustið 2006 á grunni þessarar greinargerðar.
   • Mat á umhverfisáhrifum – rannsóknarskýrsla
    Efni skýrslu:
    Þekkingarsetur Þingeyinga vann frá miðju ári 2005 fram að miðju ári 2006 að rannsókn um mat á umhverfisáhrifum á Íslandi í samstarfi við Skipulagsstofnun. Verkefnið hlaut styrk úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og var unnið í samráði við Vegagerðina.   Þessu verkefni lauk sumarið 2006 með útgáfu skýrslu sem ber heitið „Mat á umhverfisáhrifum – Innleiðing matsáætlana – Gæði og árangur“. Niðurstöður verkefnisins eru birtar í meðfylgjandi skýrslu. Þessi rannsókn hefur öðru fremur snúið að því að kanna hvaða áhrif innleiðing matsáætlana árið 2000 hafði á málsmeðferð, skilvirkni, gæði og kostnað matsferlisins og hvernig til hefur tekist við framkvæmd þessa.
   • Framvinduskýrsla Þekkingarseturs Þingeyinga 2003-2005
    Efni skýrslu:
    Þekkingarsetur Þingeyinga hóf starfsemi sína á grunni 3ja ára samnings um fjárframlög árið 2003. Þessi samningur rann út í ársbyrjun 2006. Í tilefni af lokum þessa 3 ára samnings um fjárframlög til stofnunar og reksturs Þekkingarsetursins gaf Þekkingarsetrið út stutta framvinduskýrslu þar sem farið er yfir starfsemi og uppbyggingu setursins þessi fyrstu misseri stofnunarinnar.

2006

   • Þjóðgarðar og atvinna – Staða ferðaþjónustu við þjóðgarðana við Jökulsárgljúfur og Skaftafell
    Efni skýrslu:
    Unnið af Lindu Margréti Sigurðardóttur, B.S. viðskiptafræðingi frá Háskólanum í Bifröst. Linda var ráðin til þessa verkefnis sl. vor eftir að Þekkingarsetrið hafið fengið styrkveitingu hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna til þessarar rannsóknar. Þekkingarsetrið hafði einnig umsjón með verkefninu. Skýrsluna má nálgast með því að ýta á heiti hennar hér fyrir ofan.
   • Vaðlaheiðargöng – Mat á samfélagsáhrifum
    Efni skýrslu:
    Unnið af Haraldi Reinhardssyni B.S.-nema í samfélags- og hagþróunarfræðum við Háskólann á Akureyri. Haraldur hafði frumkvæði að þessu verkefni og vann að því síðastliðið sumar á Þekkingarsetrinu.  Þekkingarsetrið hafði umsjón með verkefninu.
   • Háskólasetur á Húsavík – greinargerð
    Efni skýrslu:
    Stutt greinargerð tekin saman af Þekkingarsetri Þingeyinga og Náttúrustofu Norðausturlands. Greinargerðin var unnin vegna vinnu við fjármögnun rannsóknaseturs í sjávarspendýrafræðum innan veggja Þekkingarsetursins. Verkefnið var kynnt fjárlaganefnd Alþings haustið 2006 á grunni þessarar greinargerðar.
   • Mat á umhverfisáhrifum – rannsóknarskýrsla
    Efni skýrslu:
    Þekkingarsetur Þingeyinga vann frá miðju ári 2005 fram að miðju ári 2006 að rannsókn um mat á umhverfisáhrifum á Íslandi í samstarfi við Skipulagsstofnun. Verkefnið hlaut styrk úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og var unnið í samráði við Vegagerðina.   Þessu verkefni lauk sumarið 2006 með útgáfu skýrslu sem ber heitið „Mat á umhverfisáhrifum – Innleiðing matsáætlana – Gæði og árangur“. Niðurstöður verkefnisins eru birtar í meðfylgjandi skýrslu. Þessi rannsókn hefur öðru fremur snúið að því að kanna hvaða áhrif innleiðing matsáætlana árið 2000 hafði á málsmeðferð, skilvirkni, gæði og kostnað matsferlisins og hvernig til hefur tekist við framkvæmd þessa.
   • Framvinduskýrsla Þekkingarseturs Þingeyinga 2003-2005
    Efni skýrslu:
    Þekkingarsetur Þingeyinga hóf starfsemi sína á grunni 3ja ára samnings um fjárframlög árið 2003. Þessi samningur rann út í ársbyrjun 2006. Í tilefni af lokum þessa 3 ára samnings um fjárframlög til stofnunar og reksturs Þekkingarsetursins gaf Þekkingarsetrið út stutta framvinduskýrslu þar sem farið er yfir starfsemi og uppbyggingu setursins þessi fyrstu misseri stofnunarinnar.

2005

   • Heimskautsgerði á Raufarhöfn
    Efni skýrslu:
    Samantekt upplýsinga um hina frumlegu nýsköpunarhugmynd um byggingu sk. heimskautsgerðis við Raufarhöfn (arctic-henge). Unnið undir stjórn Þekkingarseturs Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga í samstarfi við frumkvöðla verkefnisins á Raufarhöfn.
    Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og vann Jóna Kristín Gunnarsdóttir, nemi við Háskólann á Akureyri, að verkefninu sumarið 2005.
   • Akademísk ferðaþjónusta
    Efni skýrslu:
    Afrakstur sumarverkefnis sem unnið var á Þekkingarsetrinu 2005. Um er að ræða heimildaskýrslu Aðalsteins J. Halldórssonar um “akademíska ferðaþjónustu” og möguleika hennar í Þingeyjarsýslu. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóð námsmanna, Impru og Kísilgúrsjóði.
   • Viðhorfskönnun vegna kosningar um sameiningu sveitarfélaga
    Efni skýrslu:
    Skýrsla með niðurstöðum könnunar á viðhorfi Þingeyinga til sameiningar sjö sveitarfélaga í sýslunni. Könnunin var unnin að frumkvæði Þekkingarseturs Þingeyinga í samstarfi við Framhaldsskólann á Húsavík. Nemendur FSH sáu um úthringingar undir leiðsögn og stjórn kennara FSH og forstöðumanns Þekkingarsetursins. Skýrslan var tekin saman af Þekkingarsetrinu í september 2005 eða skömmu fyrir sameininingakosningar, sem fóru fram þann 8. okt. 2005.

2004

  • Fiskeldisrannsókn – Húsavík (Fish-farming in Husavik, Iceland)
   Efni skýrslu:
   Samantekt á aðstæðum til fiskeldis við Húsavík. Unnin á Þekkingarsetrinu sumar/haust 2004.  Skýrsla skrifuð fyrir mögulega framkvæmdar-/rekstraraðila á sviði fiskeldis, hvort er íslenska eða erlenda.  Skýrslan er á ensku. Höfundur skýrslunnar er Ásmundur Gíslason, B.S. sjávarútvegsfræðingur
  • Fiskimið
   Efni skýrslu:
   Skráning á þekktum fiskimiðum í Þingeyjarsýslum. Samstarfsverkefni unnið með Menningarmiðstöð Þingeyinga / Safnahúsi Húsavíkur.  Höfundur skýrslunnar er Ómar Þorgeirsson. Umsjón/ritstjórn var í höndum Guðna Halldórssonar forstöðumanns Menningarmiðstöðvarinnar í samstarfi við Óla Halldórsson forstöðumann Þekkingarnetsins.