Raunfærnimat í skipstjórn

 

Hefur þú starfað á sjó í 5 ár eða lengur og hefur áhuga á að ná þér í stýrimanns- og skipstjórnarréttindi?

Þá gæti raunfærnimat hentað þér! 

2150_HHRaunfærnimat í skipstjórn miðar að því að meta færni sem viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Metið er upp í skipstjórn á B stigi (45.m. skip). Þátttakendur fara í kjölfarið í skóla og ljúka því námi sem eftir stendur.

Inntökuskilyrði eru 5 ára starfsaldur á sjó og 25 ára lífaldur. 

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Visku fræðslumiðstöð Vestmannaeyja í síma 4811950 eða senda fyrirspurn á solrunb@eyjar.is Einnig getur Erla Dögg, náms- og starfsráðgjafi, komið ykkur í samband við aðila hjá Visku og aðstoðað við fyrstu skrefin í raunfærnimatinu. Netfangið hennar er erladogg@hac.is og síminn 4645100.

 

Meðfylgjandi mynd tók Hafþór Hreiðarsson.

Deila þessum póst