Raunfærnimat í skipstjórn

 

Hefur þú starfað á sjó í 5 ár eða lengur og hefur áhuga á að ná þér í stýrimanns- og skipstjórnarréttindi?

Þá gæti raunfærnimat hentað þér! 

2150_HHRaunfærnimat í skipstjórn miðar að því að meta færni sem viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Metið er upp í skipstjórn á B stigi (45.m. skip). Þátttakendur fara í kjölfarið í skóla og ljúka því námi sem eftir stendur.

Inntökuskilyrði eru 5 ára starfsaldur á sjó og 25 ára lífaldur. 

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Visku fræðslumiðstöð Vestmannaeyja í síma 4811950 eða senda fyrirspurn á solrunb@eyjar.is Einnig getur Erla Dögg, náms- og starfsráðgjafi, komið ykkur í samband við aðila hjá Visku og aðstoðað við fyrstu skrefin í raunfærnimatinu. Netfangið hennar er erladogg@hac.is og síminn 4645100.

 

Meðfylgjandi mynd tók Hafþór Hreiðarsson.

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X