Réttur nemenda

Í starfsemi Þekkingarnetsins er mikilvægt að réttinda nemenda og annarra þjónustuþegar stofnunarinnar sé gætt. Við undirbúning og innleiðingu gæðakerfis stofnunarinnar og einnig viðurkenningu fræðsluaðila voru skilgreindir með formlegum hætti ákveðnir ferlar sem hér eru greindir að neðan. Í öllum tilvikum er um að ræða stefnu sem samþykkt hefur verið af stjórnendum og innleidd inn í starfsemi stofnunarinnar:

 • Þekkingarnet Þingeyinga skuldbindur sig til þess að tryggja að nemendur geti lokið þeim námskeiðum og/eða námsleiðum sem stofnunin fer af stað með. Þetta tryggir stjórn að sé ávallt mögulegt þrátt fyrir allar breytingar sem kunna að verða á rekstrarumhverfi stofnunarinnar.
 • Þekkingarnet Þingeyinga skuldbindur sig til þess að veita allar upplýsingar um starfsemi sína til mennta- og menningarmálaráðuneytis þegar óskað er eftir. Vísað er til 5. gr. samstarfssamnings Þekkingarnetsins og mennta- og menningarmála-ráðuneytis dags. 29. janúar 2014, sem fjallar m.a. um upplýsingagjöf.
 • Þekkingarnet Þingeyinga staðfestir hér með eftirfarandi vinnureglur um meðferð ágreiningsefna fyrir nemendur og aðra þjónustunotendur stofnunarinnar:
   1. Ef ágreiningur er uppi um ákvarðanir og/eða vinnubrögð starfsmanna Þekkingarnetsins leitar nemandi fyrst til forstöðumanns með erindi sitt.
   2. Ef ágreiningur leysist ekki með aðkomu forstöðumanns getur nemandi/þjónustunotandi borið erindi sitt upp við stjórn stofnunarinnar til afgreiðslu. Forstöðumaður kynnir þennan valkost og kemur nemanda í samband við formann stjórnar hverju sinni.
   3. Ágreiningsmál skulu borin upp með skriflegum, rekjanlegum hætti.