Skrifstofur Þekkingarnetsins eru lokaðar milli jóla og nýárs. Það er því rólegt yfir öllu. En strax eftir áramótin hefst starfsemin af fullum þunga. Árið byrjar meira að segja með talsverðum látum því það hefst fiskvinnslunámskeið kl. 8:00 að morgni fyrsta virka dags á nýju ári, þann 2. janúar (2014). Þá byrjar almenn starfsemi önnur líka strax fyrstu daga janúar. Janúarnámsvísir símenntunarsviðs er þegar kominn út og hefur verið borinn út á öll heimili í Þingeyjarsýslum. Þá eru ýmis verkefni í gangi á rannsóknasviði, m.a. árleg útgáfa mannfjöldaþróunarskýrslu fyrir Þingeyjarsýslu í janúarlok.
Starfsfólk Þekkingarnetsins óskar Þingeyingum öllum gleðilegra hátíða með þökkum fyrir samstarf á árinu sem nú rennur sitt skeið.
[Öllum erindum til Þekkingarnetsins í jólafríinu er beint á forstöðumann – oli@hac.is og 868 7600]