HSN2 (002)

Sálræn áföll

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki HSN.

Á námskeiðinu verður fjallað um hvað gerist þegar einstaklingar verða fyrir sálrænu áfalli t.d. í tengslum við atvinnu sína eða þegar vinnuaðstæður hafa mikið breyst. Jafnframt verður fjallað um hvaða leiðir eru færar til að takast á við áföll. Fjallað verður um helstu skilgreiningar, forvarnir, einkenni sem geta komið fram og líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar.  

Farið verður yfir þær leiðir sem einstaklingar geta valið til úrvinnslu og meðferðar. Fjallað er um áhrif sálrænna áfalla á samfélagið og skoðað er hvað fellst í áfallamiðaðri nálgun og þjónustu. 

Eftir námskeiðið munu þátttakendur:  

  • Þekkja skilgreiningar og einkenni hjá einstaklingum sem hafa orðið fyrir áföllum. 
  • Þekkja afleiðingar áfalla fyrir heilsufar og líðan og getur þannig brugðist við í starfi og leik. 
  • Hafa þekkingu á því hvernig má nálgast einstaklinga eftir áföll.

Leiðbeinandi: Sigrún Sigurðardóttir, dósent við HA. 

Tími 24. mars 13:00-16:00. 

Kennsludagar Tímasetning Staðsetning Verð
24. mars 2021
13:00 - 16:00
Á vefnum

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X