Í gildi er samningur milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Þekkingarnets Þingeyinga. Stór hluti starfsemi stofnunarinnar byggir á þessum samningi, en honum fylgir fjármögnun sem fer nærri því að nema helmingi af veltu stofnunarinnar ár hvert.
Hér að neðan má nálgast afrit af gildandi samstarfssamningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Þekkingarnets Þingeyinga. Þessi samningur var undirritaður af Illuga Gunarssyni mennta- og menningarmálaráðherra og Óla Halldórssyni forstöðumanni ÞÞ í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þann 29. janúar 2014.
Að frumkvæði mennta- og menningarmálaráðuneytisins hefur samningurinn frá 2014-2016 verið framlengdur í tvígang til eins árs í senn með viðauka, án efnislegra breytinga:
Viðauki við samning ÞÞ og MRN 2017
Viðauki við samning ÞÞ og MRN 2018
Viðauki við samning ÞÞ og MRN 2019