Samningur MRN og ÞÞ

Í gildi er samningur milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Þekkingarnets Þingeyinga. Stór hluti starfsemi stofnunarinnar byggir á þessum samningi, en honum fylgir fjármögnun sem fer nærri því að nema helmingi af veltu stofnunarinnar ár hvert.

Hér að neðan má nálgast afrit af gildandi samstarfssamningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Þekkingarnets Þingeyinga. Þessi samningur var undirritaður af Illuga Gunarssyni mennta- og menningarmálaráðherra og Óla Halldórssyni forstöðumanni ÞÞ í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þann 29. janúar 2014.

Að frumkvæði mennta- og menningarmálaráðuneytisins hefur samningurinn frá 2014-2016 verið framlengdur í  tvígang til eins árs í senn með viðauka, án efnislegra breytinga:

Samningur ÞÞ og MRN 2014-2016

Viðauki við samning ÞÞ og MRN 2017

Viðauki við samning ÞÞ og MRN 2018

Viðauki við samning ÞÞ og MRN 2019

Viðauki við samning ÞÞ og MRN 2020

Viðauki við samning ÞÞ og MRN 2022

Viðauki við samning ÞÞ og MRN 2023