Samstarf við Norðurlönd og Rússland

Þekkingarnet Þingeyinga tekur nú þátt í samstarfsverkefninu Bridges ásamt aðilum frá Danmörku, Finnlandi og Rússlandi. Verkefnið snýst um að efla aftur samband milli sjálfstæðra stofnana og fyrirtækja á Norðurlöndunum og Rússlandi, en samskipti hafa farið minnkandi undanfarin ár. Fyrsti fundur verkefnisstjórnar var í Helsinki í byrjun júní og fór Gréta Bergrún sem fulltrúi ÞÞ. Fundurinn var áhugaverður og alltaf gaman að fræðast um önnur lönd og starfsumhverfi samstarfsstofnanna. Þá var einnig vinnustofa þar sem finnskum fyrirtækjum var boðið að taka þátt og fræðast um verkefnið, auk þess sem fyrirlestrum á vinnustofunni var streymt beint fyrir finnsk fyrirtæki sem ekki komust. Megin inntak verkefnisins er að safna saman viljugum samstarfsaðilum sem hafa áhuga á að taka þátt í stærri verkefnum og sækja þar til gerða styrki til þess. Á eftir fundarhöldum var að síðan leiðsöguferð um miðbæ borgarinnar. Verkefnisstjórnin hittist aftur í Danmörku í haust og í Arkhangelsk í Rússlandi á næsta ári.

hdr dav hdr 20170614_143707

 

 

 

 

 

 

hdr20170613_181216finnland1 helsinki2

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X