Samstarfssamningur milli Nýheima þekkingarseturs og Þekkingarnets Þingeyinga var undirritaður í Nýheimum á Höfn í Hornafirði í vikunni. Megin markmið samningsins er að auka samvinnu stofnananna á breiðum grundvelli. Sér í lagi að auka samstarf stofnananna um ýmis verkefni og rannsóknir með áherslu á svæðisbundnar aðstæður og byggðamál.
Samninginn má finna hér á heimasíðu Þekkingarnetsins.
Á myndunum má sjá forstöðumenn stofnananna, Óla Halldórsson og Hugrúnu Hörpu Reynisdóttur, undirrita samninginn.