Ráðgjöf

Þekkingarnet Þingeyinga býður upp á ýmis konar ráðgjöf. Um er að ræða ráðgjöf við einstaklinga þ.e. náms- og starfsráðgjöf og ráðgjöf við fyritæki, stofnanir og félagasamtök.

Þekkingarnet Þingeyinga hefur frá árinu 2006 tekið þátt í verkefni á vegum Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins sem kallast Þitt val – þín leið – Náms og starfsráðgjöf á vinnustað. Einstaklingar sem og fyrirtæki geta óskað eftir að fá náms- og starfsráðgjafa í heimsókn þar sem verkefnið er kynnt og starfsmönnum gefst síðan kostur á viðtali við ráðgjafa. Ráðgjöfin er bæði einstaklingnum og fyrirtækinu að kostnaðarlausu.