Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafi Þekkingarnets Þingeyinga Guðrún Helga Ágústsdóttir en hún sinnir allri almennri náms- og starfsráðgjöf fyrir, þ.m.t. fyrir atvinnuleitendur, háskólanema og alla aðra sem þarfnast leiðsagnar varðandi nám, störf og áhugasvið.

Með náms- og starfsráðgjöf er hægt að fá:

  • Upplýsingar um nám og störf.
  • Koma í áhugasviðsgreiningu.
  • Aðstoð til að auðvelda ákvarðanatöku vegna náms- og/eða starfsvals,
  • Aðstoð við að kanna áhugasvið, færni og persónulegra styrkleika með tilliti til náms og starfa.
  • Aðstoð við mat á möguleikum til náms og starfa.
  • Aðstoð við að takast á við hindranir í námi s.s. prófkvíða og lesblindu.
  • Aðstoð við að setja sér markmið og gera áætlun um nám eða starfsþróun,
  • Leiðsögn um árangursrík vinnubrögð í námi t.d. glósugerð og prófundirbúning,
  • Stuðning og hvatningu til símenntunar,
  • Aðstoð við gerð ferilskráa (CV) og atvinnuumsókna.
X