Þekkingarnet Þingeyinga í samstarfi við fræðslusjóði stéttarfélaganna getur boðið „Fræðslustjóra að láni„. Verkefnið byggir á að lána ráðgjafa til fyrirtækja í tiltekinn tíma. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk. Út frá greiningunni er unnin fræðslu- og símenntunaráætlun sem leggur grunn að markvissri fræðslu starfsmanna. Hægt er að sækja um styrk að fullu fyrir verkefninu til fræðslusjóðanna.
Markviss uppbygging starfsfólks er aðferð þar sem unnið er kerfisbundið að starfsmannaþróun í fyrirtækjum og stofnunum. Með Markviss er metin og skipulögð menntun, þjálfun og annað sem tengist uppbyggingu starfsmanna.
Aðferðir Markviss gefa stjórnendum og starfsmönnum kost á að meta sjálfir færni- og þekkingarþörf innan fyrirtækis eða stofnunar og skipuleggja uppbyggingu hvers starfsmanns í samræmi við niðurstöður matsins.
Markviss hentar vel stærri sem smærri fyrirtækjum og stofnunum, jafnt opinberum sem í einkarekstri.
Árangur af Markviss
- Öflugri starfsmenn
- Heildarsýn yfir færni starfsmanna
- Símenntunaráætlanir fyrir hvern starfsmann eða starfsmannahóp
- Opnari samskipti yfir og undirmanna
- Auðveldar lausn vandamála innan fyrirtækja og stofnana
- Fyrirtæki og stofnun fær kerfi til að vinna áfram að símenntun starfsmanna
Þeir sem vilja nýta sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa með markviss-ráðgjöf og/eða „verkefnastjóra að láni“ geta haft samband við Ingibjörgu með því að senda póst á netfangið ingibjorg@hac.is eða hringt í síma 464-5100.
Pingback: Undirbúningur haustmisseris hafinn! | Þekkingarnet Þingeyinga