Bætt samskipti

Leiðarljós í samskiptum

Allir vinnustaðir geta bætt samskiptin með því að taka þau til umfjöllunar og ákveða hvernig menn vilja að þeim sé háttað. Á öllum vinnustöðum eru einhverjar reglur, oftast óskráðar, um hvernig samskiptin eigi að vera. Stundum getur verið um samskiptamynstur að ræða sem er jarðvegur fyrir stríðni, ábyrgðaleysi og einelti. Á öðrum stöðum geta verið óskráðar reglur um að bjóða fram aðstoð sína, baktala ekki o.s.frv.

Það að setja saman samskiptareglur eða leiðarljós er krefjandi en jafnframt gefandi vinna þar sem menn skiptast á skoðunum og ákveða hvernig samskiptunum skuli háttað. Algengt er að vinnustaðir setji sér ca. 10 reglur um samskiptin og komi síðan með dæmi um hvernig reglan muni líta út, t.d. við sýnum hvert öðru virðingu með því að bjóða hvert öðru góðan dag á morgnana og kveðja þegar við förum heim. Í ferlinu er lögð áhersla á uppbyggilegar og opnar umræður samskipti og árangur á vinnustöðum.

Lengd:4-6 klukkustundir.

 

Að auka vellíðan í lífi og starfi

Á námskeiðinu verður farið í hvað rannsóknir á velferð einstaklinga hafa leitt í ljós og hvernig er hægt að mæla hana. Fjallað verður um hamingjuaukandi leiðir sem eru byggðar á rannsóknum á því hvað eykur vellíðan og hamingju. Farið verður í mikilvægi þess að þekkja og efla styrkleika sína en með því aukum við líkurnar á að við blómstrum og getum lifað okkar besta lífi.

Lengd: Námskeiðið er 3-4 klst. að lengd.

 

Fjölmenning á vinnustað

Samskipti – hindranir eða tækifæri til að læra eitthvað nýtt?

Samskipti geta verið flókin í amstri dagana en þegar við bætast hindranir eins og tungumálaerfiðleikar eða annars konar skilningur á eðli hlutanna vegna ólíkrar menningar, uppruna, menntunar og viðhorfa almennt vandast oft málið. Á Íslandi eru töluð u.þ.b. 65 tungumál nú um stundir og samfélag okkar hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Ásýnd landsins hefur breyst og meiri fjölbreytni ríkir nú en áður í menningarlegu tilliti. Margt fólk hefur sótt hingað til lands í leit að atvinnu og tækifærum alls staðar að úr heiminum. Flestir koma frá Austur-Evrópu og Asíu en auk þess er hér mikill fjöldi fólks frá hinum Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum.

Íslendingar hafa hingað til átt gott með að hafa samskipti við aðrar þjóðir og þótt samskiptin taki á sig aðra mynd þegar fólk af öðru þjóðerni tekur sig upp og flytur hingað, ýmist tímabundið eða til frambúðar þá verða líka árekstrar og ýmsir sjá fyrir sér vandamál og erfiðleika á meðan aðrir sjá tækifæri og fjölbreytileika sem auðga mannlífið. Þekkingarmiðlun býður nú upp á námskeið fyrir þá sem vilja bæta samskiptin og öðlast betra sjálfsöryggi á fjölmenningarlegum vinnustað.

 

Að byggja brýr í samskiptum

Samskipti á vinnustað eru flókin. Við mannfólkið erum margslungin og misjöfn og eðlilega eig um við misvel saman. Þó deila megi um hvort „nútíminn sé trunta með tóma grautarhaus“ eins og segir í frægu dægurlagi, þá er víst að nútímalíf er flókið og miklar kröfur eru gerðar til fólks á öllum sviðum. Í veruleika nútímans er yfir 50% skilnaðartíðni en þann flóttamöguleika höfum við ekki svo auðveldlega á vinnustað, þar verðum við oftar en ekki að finna leiðir til að ekki bara láta okkur lynda við hvert annað, heldur hafa samskiptin virkilega góð svo ekki komi niður á gæðum vinnunnar. Góð samskipti á vinnustað eru einn af hornsteinum starfsánægju sem er ein af forsendum gæða og skilvirkni í starfi. Það er því mikilsvert að skapa grundvöll fyrir virkilega góð samskipti á öllum vinnustöðum.

Jákvæðni er mikilsverður eiginleiki í samskiptum og starfi enda hefur það sýnt sig að jákvæðni auðveldar lausnahugsun, liðkar fyrir samskiptum auk þess sem þessi eiginleiki hefur fylgni við heilsuhreysti og langlífi svo eitthvað sé nefnt. Það er þó erfiðara í að komast en um að tala. Því miður dugar skammt að skipa fólki að; „vera nú jákvætt!“, ljóst er að fleira þarf að koma til.

Að byggja brýr í samskiptum er námskeið sem kennir leiðir til að öðlast og temja sér meiri jákvæðni. Til grundvallar eru hafðar rannsóknir og niðurstöður Robert A. Emmons sem er leiðandi í rannsóknum innan svokallaðrar „jákvæðnisálfræði“ en rannsóknir hans og skrif um þakklæti, jákvæðni og hamingju hafa vakið mikla athygli um hinn vestræna heim. Námskeiðið sjálft og þær aðferðir sem kenndar eru henta vel til að styrkja vinnuhópa, auka skilning milli fólks og auka tíðni uppbyggilegra samskipta.

Lengd:
Námskeiðið er 4 klst. að lengd.

 

Mögnum samskiptin

Markmið: Að efla samskipti og skapa vettvang til umræðna um samskipti

Hvetjandi samskipti, hrós, stuðningur og endurgjöf

Að takast á við ágreining

Mörk í samskiptum

Samstarf og virkni teyma og hópa

Val um 2 eða 4 klst

 

Mögnum hópinn / samstarfið

Markmið: Að efla virkni hóps eða teymis

Traust og opin tjáskipti

Mörk

Hlutverk og skipulag

Samskipti og hugarfar