Enn kemur loðna til Þórshafnar sem er harla óvanalegt þegar svo langt er liðið á árið og inní Menntasetrið slæðast stundum sjómenn til að nýta sér námsver og netsamband, ýmist fyrir fjarnám eða bara sér til þæginda. Þessi heitir Sigurður og er sjómaður, (ekki samt sannur vesturbæingur) og er á Sigurði VE sem var að koma í land með um 1700 tonn sem fara beint í vinnslu, þegar búið er að landa úr Túnik sem einnig var að koma með loðnu. Já það er líf í þessu.