Skella sér í nám í haust?

aaaStarfsfólk Þekkingarnets Þingeyinga hefur unnið að undirbúningi næsta skólaárs og eru nú námsleiðir haustannar að verða klárar til kynningar.

Á námsleiðunum er kennt lengra nám sem inniheldur að lágmarki 60 kennslustundir og alveg upp í 660 kennslustundir.  Námið er miðað við fullorðna nemendur og er ýmist kennt seinnipartinn, um helgar og/eða í fjarnámi og hentar því vel með vinnu.

Námsleiðirnar eru þróaðar og gefnar út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og vottaðar af menntamálaráðuneytinu og má meta inn í nám á framhaldsskólastigi. Markmiðið er að hvetja ófaglært starfsfólk á vinnumarkaði til náms ýmist  til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, efla sjálfstraust sitt eða auka víðsýni.

Á heimasíðu Þekkingarnetsins má fá nánari upplýsingar um námsleiðirnar sem í boði verða á haustönn 2015.

Sjá hér: https://www.hac.is/lengri-namsleidir/

Frekari upplýsingar og skráning fer fram í síma 464-5100 og í gegnum tövupóstinn hac@hac.is

Deila þessum póst