Skemmtileg starfsmannaferð til Skotlands

084Starfsmenn Þekkingarnetsins og starfsmenn Náttúrustofunnar voru í skemmtilegri starfsmannaferð um helgina þar sem Glasgow og Edinborg voru sóttar heim. Föstudeginum var eytt í háskólanum í Edinborg en þar er mjög virk símenntun og endurmenntun fyrir fullorðna, þó á aðeins stærri skala heldur en í Þingeyjarsýslum. Ítarlegar kannanir voru gerðar á verðlagi þar sem sýnishorn voru tekin af flestum vörutegundum. Einnig sáum við um að taka stöðuna á nokkrum veitingastöðum og var niðurstaðan sú að brasilíski staðurinn Tropziro í miðbæ Glasgow skilaði öllum pakksöddum heim. Þar er þema sem segir að enginn fari svangur út, hver bjargar sér um meðlæti og síðan er borið kjöt á grillteinum í mannskapinn eins og hver getur í sig látið. Þetta mæltist vel fyrir hjá Þingeyingunum. Óli forstöðumaður sá um að keyra öfugu megin á veginum og gekk það nánast áfallalaust fyrir sig. Vel heppnuð ferð í alla staði og allir mættir ferskir til vinnu á ný.

Fleiri myndir hér

Deila þessum póst