Skemmtilegt námskeið með Ebbu

IMG_6464

Ebba Guðný kom til okkar s.l. þriðjudagskvöld og hélt námskeið fyrir fullum sal sem hét „Heilsa fyrir alla“. Á námskeiðinu fór Ebba yfir hvernig við getum á auðveldan hátt gert eitt og annað til að bæta heilsu okkar og fjölskyldu. Hún gaf hagnýt ráð og fullt af fróðleik sem ætti að geta nýst þátttakendum.

Ebba fór á fróðlegan hátt yfir breytingum sínum á fæðu og fæðuvali, hvað er holl fita og hvernig við getum nýtt hana til að ná betri heilsu. Hún tók fyrir ilmkjarnaolíur og lækningarmátt þeirra. Einnig talaði hún um sykur og hvað má nota í stað hvíts sykurs í matargerð.

Ebba sagði frá reynslu sinni og annarra fjölskyldumeðlima af breyttu mataræði og heilbrigðari lífsstíl. Börnin áttu kannski aðeins erfiðara með að laga sig að nýju mataræði, en allt fór samt vel að lokum. Ebba gaf út matreiðslubók í fyrra í kjölfar sjónvarpsþátta sem hún gerði fyrir RÚV, bókina áritaði hún og gaf öllum þátttakendum á námskeiðinu.

IMG_6483

Við þökkum Ebbu kærlega fyrir fróðlegt og skemmtilegt námskeið og það er greinilegt að það hitti í mark því það voru glaðlegar og brosandi konur sem yfirgáfu Þekkingarneti s.l. þriðjudagskvöld.

Deila þessum póst