Skotvopnanámskeið á Þórshöfn

Dagana 30. september og 1. október mættu 11 manns á skotvopnanámskeið sem Umhverfisstofnun hélt á Þórshöfn í samstarfi við Þekkingarnetið. Áhugasamur hópur hafði samband með það í huga að fá námskeiðið heim í hérað og með samstilltu átaki tókst að koma námskeiðinu á dagskrá með stuttum fyrirvara. Kennari var Emil Bjarkar Björnsson og þátttakendur komu frá Þórshöfn, Raufarhöfn og nærsveitum.IMG_3777IMG_3778IMG_3776 IMG_3775

Deila þessum póst