Skráning á námsleiðir vorannar stendur yfir

Í janúar stendur yfir skráning á námsleiðir vorannar en að þessu sinn verður  boðið upp á tvær námsleiðir sem kenndar verða á Þórshöfn og á Húsavík.

Námsleiðin Að auka færni í lestri, ritun og tölvutækni er einstaklega gagnleg fyrir þá sem eru með lesblindu og/eða glíma við erfiðleika í lestri  og ritun. Námið er 60 kennslustundir og er ætlað fólki með stutta skólagöngu.  Tilgangur námsins er að styrkja lestrar- og ritunarhæfni og auka þar með hæfni til starfs og áframhaldandi náms. Áhersla er lögð á að efla lesskilning, lestrarlöngun, úthald við lestur og stafsetningarfærni. Námsmönnum er leiðbeint um mismunandi tækni, aðferðir og hjálpartæki, s.s. yfirlestrar- og leiðréttingarforrit. Sjálfstæði í verkefnavinnu, samvinna, félagsleg færni og sjálfstraust þátttakenda eru höfð í fyrirrúmi í öllum þáttum námsins. Námsleiðin kostar 13.000.- og hefst í febrúar. 

Námsleiðin Upplýsingatækni og samskipti er 150 kennslustunda námsleið  sem ætluð er einstaklingum 20 ára eða eldri sem hafa stutta formlega skólagöngu að baki. Tilgangur námsleiðarinnar er að auka sjálfstraust námsmanna til að takast á við breytingar, stuðla að jákvæðni til starfa, nýjunga, upplýsingatækni og samskipta og símenntunar. Í náminu er lögð áhersla á upplýsinga- og tölvutækni auk verkefnastjórnunar og samskipti. Námsleiðin kostar 28.000.- og hefst í febrúar.

Við viljum minna á fræðslustyrki stéttarfélaganna.

Skráning í síma 4645100.

Deila þessum póst