Skrifstofuskólinn

Skrifstofuskólinn er ætlaður fólki á vinnumarkaði sem er 18 ára eða eldra, hefur stutta formlega skólagöngu að baki og vill skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með aukinni menntun eða er á leiðinni á vinnumarkaðinn að nýju eftir hlé. Tilgangur námsins er að auka sjálfstraust námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til áframhaldandi náms. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf.

Markmið eru að námsmaður:

•efli sjálfstraust sitt og öryggi til faglegra starfa á skrifstofu
•auki færni sína til að vinna störf á nútímaskrifstofu
•auki þjónustufærni sína
•nái valdi á tölvufærni sem krafist er við almenn skrifstofustörf
•auki námsfærni sína

Námsgreinar:

•Verslunarreikningur
•Námsdagbók og markmiðasetning
•Þjónusta
•Gagnvirk samskipti
•Handfært bókhald
•Sjálfstraust
•Tölvubókhald
•Námstækni
•Færnimappa og ferilsskrá
•Tölvu- og upplýsingaleikni

•Lokaverkefni

Námsmat:
Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.

Styrkir vegna skólagjalda
Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga. 

Nánari upplýsingar: 
Nánari upplýsingar á hac@hac.is eða í síma 464-5100

Námið hefst þegar lágmarksþátttöku er náð.

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Kennsludagar Tímasetning Staðsetning Verð
Fjarnám og lotur
Fjarnám og lotur á Húsavík
60.000 kr.

Deila þessum póst