Sorg og sorgarviðbrögð barna

Þetta námskeið er fyrir starfsfólk frístundaheimila, leik- og grunnskóla eða alla þá sem starfa með börnum.  

Á námskeiðinu er fjallað um hinar ýmsu birtingamyndir sorgarinnar og hvernig þær snerta börn og unglinga hvert á sinn hátt út frá aldri þeirra og þroska.  

Fjallað verður um viðbrögð barna og unglinga við ýmsum breytingum í lífi þeirra s.s. vegna skilnaðar, flutninga, vinamissi, dauða gæludýra og dauða nákominna. Veitt er innsýn inn í heim þeirra þegar þau upplifa sorg og missi við þessar aðstæður og hvaða úrræðum við getum beitt þeim til stuðnings.  

Á námskeiðinu er fjallað um:  

  • Sorg og sorgarferlið. 
  • Viðbrögð barna og unglinga í sorg.  
  • Fjölskylduvinna og sorg 
  • Viðbrögð okkar og úrvinnslu.  
  • Úrræði til hjálpar 
  • Að lesa í umhverfið og birtingamyndir sorgarinnar

Leiðbeinandi er Sólveig Halla Kristjánsdóttir sóknarprestur 

Kennt verður á Húsavík 9. september, Mývatssveit 14. september og Þórshöfn 15. september.  

Kennsludagar Tímasetning Staðsetning Verð
9. 14 og 15 septeber
13:00-16:00
Húsavík, Mývatnssveit og Þórshöfn
9.900 kr.

Deila þessum póst