Spennandi fyrirlestur með Guðrúnu Bergmann – Ókeypis aðgangur

Viltu takast á við bólgur og liðverki á náttúrlegan máta?img_032_vefur_1181619

Guðrún Bergmann rithöfundur og fyrirlesari fjallar um þetta mikilvæga málefni í stuttum og skilvirkum fyrirlestri.

Guðrún þekkir af eigin reynslu hversu mikil­vægt það er að takast á við bólguþáttinn í líkamanum, en um það fjallar hún einmitt í nýjustu bók sinni UNG Á ÖLLUM ALDRI. Um er að ræða einfaldar en áhrifaríkar leiðir sem snúast meðal annars um:

  • Hvernig þekkja má bólgueinkennin og finna leiðir til að lækna þau– ekki bara bæla.
  • Hvaða fæðutegundir valda bólgueinkennum í líkamanum.
  • Hvaða fæðu og krydd er hægt að nota til að draga úr bólgum.
  • Hvernig vítamín og önnur bætiefni geta dregið úr bólgum.
  • … og svo margt, margt annað …

Fyrirlesturinn verður 11. nóvember nk. í sal Framsýnar og hefst klukkan 19:30

Skráning fer fram í síma 464-5100 og einnig er hægt að senda póst á netfangið hac@hac.is

 

Deila þessum póst