Spennandi námskeið í Fablabinu í haust

Fablab Húsavík er eitt best tækjum búna Fablab á landinu. Stefna okkar á Símenntunarsviði Þekkingarnetsins er að nýta það mun betur frá og með næsta haust. Við höfum verið að þjálfa upp kennara, kenna þeim á tækin og þá möguleika sem eru í boði í Fablab Húsavík. Núna viljum við bjóða öllum að koma til okkar og sjá, kynnast, prófa, læra og skapa. Í ágúst og september ætlum við að bjóða upp á þrjú námskeið; Fatamerkingar, Laserskurður og Vínyl glermerkingar.

Fatamerkingar.

Farið verður yfir ferlið frá hugmynd til framkvæmdar. Gerðar verða merkingar/myndir á fatnað að eigin vali. Fólk er beðið um að koma með bol eða flík til að merkja. Engin krafa um kunnáttu. Kennt verður á forritið Inkscape og notast við við Laser og Vínyl.

Skráning hér.

Laserskurður.

Kennt verður á Laserskeran. Nemendur útbúa kassa eða box úr plexigleri. Hugmynd þátttakanda verður teiknuð upp í Inkscape forritinu og búin til í Laserskeranum.

Skáning hér.

Vínyl glermerkingar.

Tveggja kvölda námskeið. Gerður verður límmiði í glugga með skrauti eða merkingum. Tilvalið tækifæri til að skreyta glugga heimilisins eða merkja ábúendur í forstofuglugga.

Skráning hér.

Athugið að námskeiðin eru opin öllum og hvetjum við þátttakendur til að kanna sinn rétt á endurgreiðlsu þátttökugjalds hjá sínu stéttarfélag.

Það væri hrein vitleysa að láta ekki slag standa. Eina sem þið þurfið að gera er að fara inn á www.hac.is og skrá ykkur á það námskeið sem ykkur lýst best á – eða bara öll þrjú!

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

 

 

Deila þessum póst