Starfssvæði

Starfsvaedi

Starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga er Þingeyjarsýslur, Norður og Suður, eða frá Vaðlaheiði í vestri og austur fyrir Bakkafjörð. Svæðið þekur um 18% landsins og er akstursvegalengd með ströndinni milli enda svæðisins um 300 km.

Á svæðinu búa tæplega 5000 manns í 6 sveitarfélögum, þ.e. Skútustaðahreppi, Þingeyjarsveit, Norðurþingi, Tjörneshreppi, Langanesbyggð og Svalbarðshreppi.  Svæðið er mjög víðfemt en dreifbýlt. Búsetuform er fjölbreytt. Húsavík er stærsti þéttbýliskjarninn með um 2300 manns en minni þéttbýlisstaðir eru á Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópaskeri, í Mývatnssveit og á Laugum. Þá eru víðfem landbúnaðarhéruð í sýslunum, bæði Norður- og Suður-Þingeyjarsýslum.

Þingeyjarsýslur eru mjög fjölbreyttar hvað náttúrufar varðar. Á svæðinu má finna mörg merkileg náttúrufyrirbæri, bæði á sviði jarðfræði og líffræði, sem gefa efnivið til fjölbreyttra rannsóknastarfa. Í Þingeyjarsýslum eru enda stór náttúruverndarsvæði, þ.e. Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum og Láxár- og Mývatnssvæðið. (Sjá nánar: www.nna.is)

Þekkingarnetið er með þjónustustöðvar á 7 stöðum á starfssvæðinu:

Húsavík:

Höfuðstöðvar í Þekkingarsetrinu á Húsavík, Hafnarstétt 3. Háskólanámsver með sólarhringsaðgengi, 3 fjarfundabúnaðir, kennslustofur, lesrými, vinnuaðstaða fyrir 8-10 (auk starfsmanna annarra stofnana).

Þórshöfn:  

Starfsstöð í Menntasetrinu á Þórshöfn. Námsver með sólarhringsaðgengi, 3 fjarfundabúnaðir, kennslustofa, vinnuaðstaða fyrir 3-5.

Raufarhöfn:

Fjarfunda-, próftöku og námsaðstaða í „ráðhúsinu“ á Raufarhöfn.

Kópasker:

Fjarfunda-, próftöku og námsaðstaða í skólahúsinu á Kópaskeri.

Laugar í Reykjadal:

Fjarfunda-, próftöku og námsaðstaða í Urðarbrunni þekkingarsetri.

Mývatnssveit:

Fjarfundaaðstaða í grunnskólanum í Reykjahlíð.

Bárðardalur, Kiðagil:

Fjarfunda-, próftöku og námsaðstaða