Í dag komu góðir gestir í Menntasetrið á Þórshöfn en það voru þeir Hjalti Jón Sveinsson skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri og Baldvin Ringsted kennslustjóri tæknisviðs.
Í haust hefst formlega samstarf á milli Menntasetursins og Verkmenntaskólans þar sem nemendur Laugadeildarinnar geta tekið staka verklega áfanga á vinnustöðum á Þórshöfn og fengið þá metna til eininga. Þeir heimsóttu fjóra vinnustaði, Mótorhaus, Hamar, Rafeyri og Trésmiðjuna Brú, en þar eru menn áhugasamir um þátttöku í verkefni sem þessu.

Stjórnendur VMA í Menntasetrinu
Deila þessum póst
Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email