Stuð og stemming hjá Naglanum

Það var heldur betur gaman á matreiðslunámskeiði hjá Röggu Nagla, enda er hún þekkt fyrir að segja hlutina hreint út og vafningalaust á kjarngóðri íslensku, sem við Norðlendingar kunnum svo sannarlega að meta. Hún er líka afbragðskokkur og eldar meinhollan mat sem gleður líkama og sál. Ragga Nagli var með matreiðslunámskeið á Húsavík síðastliðinn mánudag og þar mættu 12 manns og útbjuggu morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Meðal kræsinga voru pizzur, baunahamborgarar, brownies, ostakaka og prótínmúffur – allt svo meinhollt að helmingurinn hefði verið nóg! Í lokin var sest að veisluborði og þátttakendur gæddu sér á kræsingunum. Yfirleitt mæta bara konur á námskeið sem þessi en að þessu sinni mættu tveir vaskir karlmenn og erum við sérlega ánægð með það. Ragga Nagli er hress og skemmtileg og mælum við hiklaust með námskeiðunum hennar.IMG_8142 IMG_8143 IMG_8144 IMG_8145 IMG_8146 IMG_8147 IMG_8148 IMG_8150 IMG_8151 IMG_8153 IMG_8154 IMG_8155 IMG_8156 IMG_8157 IMG_8159 IMG_8161

 

Deila þessum póst