Sumargestur í Menntasetrinu

Í sumar var listakonan Auður Lóa Guðnadóttir með vinnuaðstöðu í Menntasetrinu á Þórshöfn en hún vinnur mest með skúlptúrlistaverk úr pappamassa. Hún kom svo færandi hendi á dögunum með þennan fallega himbrima sem meðal annars er gerður úr pappírstætum hér innanhúss, þar með leystist ráðgátan um það hver væri alltaf að tæma úr pappírstætaranum. Fuglinn fékk nafnið Auðunn Himri og sómir sér vel á kaffistofunni í Menntasetrinu.

20170922_081212 auður lóa

Deila þessum póst