Sumarnemar í Menntasetrinu

Í sumar verða tveir nemar í Menntasetrinu á Þórshöfn sem þó fást við ólík verkefni. Jónína Sigríður Þorláksdóttir vinnur að verkefni um gæðastýringu og landnýtingu bænda í Þistilfirði en hún stundar meistaranám í umhverfis- og skipulagsfræði. Hildur Ása Henrýsdóttir er nemi í Listaháskóla Íslands og vinnur að verkefni sem heitir „Langanes er ekki ljótur tangi“. Hún ætlar að mála og teikna töluvert af myndum af svæðinu og hægt er að sjá afraksturinn fljótlega í Sauðaneshúsinu. Einnig  verður hún með sýningu á Kátum dögum á Þórshöfn. Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkir verkefni Jónínu á móti verkefnasjóði Þekkingarnetsins og Svalbarðshreppi, en menningarsjóðurinn Aftur heim styrkir verkefni Hildar Ásu. Við bjóðum þær stöllur velkomnar til starfa.

20140605_123745

20140605_123413

20140605_123210

Deila þessum póst