Sumarstarfsfólk kemur til starfa

Um þessar mundir eru sumarstarfsmenn Þekkingarnetsins að tínast inn til starfa, en ár hvert stendur Þekkingarnetið fyrir tímabundnum rannsóknastörfum fyrir háskólanema.

begga
Berglind Jóna

 

Síðustu daga hófu þær Berglind Jóna Þorláksdóttir og Kiddý Hörn Ásgeirsdóttir störf, en þær munu vinna á skrifstofunni á Húsavík í sumar. Berglind Jóna mun vinna við rannsókn sem Þekkingarnetið vinnur að um þjónustusókn íbúa í Þingeyjarsýslum. Kiddý Hörn mun aftur sinna verkefnum við rannsókn Háskóla Íslands og Þekkingarnetsins á efnahagslegum áhrifum ferðaþjónustu.

kiddy
Kiddý Hörn

 

 

 

Við bjóðum sumarfólkið okkar velkomið til starfa og hlökkum til að vinna með ungu kraftmiklu fólki við spennandi störf í sumar. Í ár horfir í að alls 6 sumarstarfsmenn verði við störf á vegum stofnunarinnar í hinum ólíkustu verkefnum.  Hér á heimasíðunni verða sagðar fregnir af þessum verkefnum á næstu vikum.

Deila þessum póst