Sundnámskeið „yngri borgara“

033
Áhugasamir nemendur.

Það var heldur buslugangur í sundlauginni á Þórshöfn þegar börn úr árgöngum 2008-2010 komu á sundnámskeið. Ragnar kennari var ánægður með stubbana sem sýndu mikið hugrekki í vatninu og gerðu allar æfingar með gleði í hjarta og bros á vör. Búin eru tvö skipti af fimm en námskeiðið miðar að því að undirbúa nemendur undir skólasundið þegar í grunnskólann er komið.

Deila þessum póst