Sustain it – lokametrarnir

Þann 25. nóvember 2020 sátu verkefnastjórar Þekkingarnets Þingeyinga og Nýheima Þekkingarseturs á Höfn lokafund í verkefninu SUSTAIN IT – Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfsfólks. Verkefnið er samvinna átta fræðsluaðila frá sex löndum (Belgíu, Kýpur, Íslandi, Ítalíu, Írlandi og Spáni) og miðar að því að auka samkeppnishæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu sem vinna í anda sjálfbærar þróunar með því að þróa nýja, hagnýta og framkvæmanlega starfsmenntun fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu. SUTAIN IT hentar sérstaklega einyrkjum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum á hvaða sviði ferðaþjónustunnar sem er (s.s. fólksflutningum, leiðsögn, gistingu og veitingum).

Samstarfsaðilarnir hafa á síðustu tveimur árum boðið upp á fræðsluna bæði í hefðbundinni kennslu og sem sjálfsnám á opnum kennsluvef verkefnisins www.sustainit.eu .

Á lokafundinum, sem var vegna heimsfaraldursins haldinn í fjarfundi, fóru samstarfsaðilarnir yfir það sem þarf að gera áður en vinnunni lýkur og fóru yfir niðurstöður allra verkþátta. Að auki var farið yfir hvernig kynningarstarf verkefnisins hefur gengið og komið með tillögur um hvernig hægt væri að vekja enn frekari athygli á verkefninu nú á síðustu metrunum. Einnig var farið yfir fjárhagshluta verkefnisins og skýrslugerð, sem og gæðastjórnunarvinnu hópsins. Allt miðar þetta að því að auka enn frekar gæði verkefnisins

Þekkingarnet Þingeyinga fékk styrk árið 2018 frá Erasmus+ á Íslandi til að leiða verkefnið. Þetta hefur verið mikil og góð reynsla fyrir starfsfólk Þekkingarnetsins og verður undirstaða fyrir áframhaldandi vinnu að auknu fræðsluframboði.

Upplýsingar um SUSTAIN IT er að finna á www.sustainit.eu og hjá verkefnastjórum þess á Íslandi, Arnþrúði Dagsdóttur hjá Þekkingarneti Þingeyinga (ditta@hac.is) og Söndru Björg Stefánsdóttur hjá Nýheimum þekkingarsetri (sandra@nyheimar.is)

Deila þessum póst