Erum við að leita að þér?

Leitað er að öflugum og drífandi einstaklingi til að leiða uppbyggingarstarf á sviði nýsköpunar á Húsavík. Um er að ræða stofnun nýs frumkvöðlaseturs og nýsköpunarmiðstöðvar með Fab-lab smiðju og vinnuaðstöðu fyrir þá sem vinna að nýsköpunarverkefnum af ýmsu tagi. Miðstöðin byggir á öflugum grunni þekkingarstofnana og verður í nánu samstarfi við atvinnulífið á svæðinu. Þekkingarnet Þingeyinga heldur utan um verkefnið og hýsir starfsmanninn sem leitað er að.

HÆFNISKRÖFUR

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla og/eða þekking á sviði nýsköpunar.
 • Áhugi á samfélagslegri uppbyggingu á svæðinu.
 • Drifkraftur og hugmyndaauðgi.
 • Frumkvæði og leiðtogahæfni.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Jákvætt hugarfar og brennandi áhugi á viðfangsefninu.
 • Framúrskarandi samvinnu- og samskiptahæfni.
 • Tækniþekking og innsýn í Fab-lab tæknismiðjur.
 • Færni í alþjóðlegum samskiptum.

UM STARFIÐ

 • Umsjón með uppbyggingu nýs frumkvöðlaseturs og nýsköpunarmiðstöðvar á Húsavík.
 • Umsjón með þróunarvinnu og stefnumótun.
 • Umsjón með tæknismiðju.
 • Samskipti og samstarf við aðrar nýsköpunarmiðstöðvar, opinbera aðila og aðra þá sem koma að uppbyggingu og starfsemi setursins.
 • Starfsstöð er á Húsavík og gert er ráð fyrir því að starfsmaðurinn búi á staðnum og taki þátt í samfélaginu samhliða uppbyggingarstarfinu.
 • Starfið er til eins árs með möguleika á lengri ráðningartíma.

Húsavík er fallegur og sögufrægur staður við Skjálfandaflóa. Hann er miðstöð þjónustu og verslunar í Þingeyjarsýslum og vinsæll áfangastaður ferðamanna sem þangað sækja m.a. náttúrufegurð, menningu, sjóböð og hvalaskoðun. Samfélagið á staðnum er fjölskylduvænt og íþrótta- og menningarlíf í blóma. Mikil uppbygging hefur átt sér þar stað undanfarin ár bæði í atvinnulífi og á innviðum. Þekkingargeirinn hefur vaxið mikið og verið í beinum tengslum við atvinnulífið og þróun þess.

Við hvetjum áhugasama til að senda umsóknir og fyrirspurnir til Þekkingarnets Þingeyinga á netföngin oli@hac.is og lilja@hac.is.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk.

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X