Erum við að leita að þér?

Leitað er að öflugum og drífandi einstaklingi til að leiða uppbyggingarstarf á sviði nýsköpunar á Húsavík. Um er að ræða stofnun nýs frumkvöðlaseturs og nýsköpunarmiðstöðvar með Fab-lab smiðju og vinnuaðstöðu fyrir þá sem vinna að nýsköpunarverkefnum af ýmsu tagi. Miðstöðin byggir á öflugum grunni þekkingarstofnana og verður í nánu samstarfi við atvinnulífið á svæðinu. Þekkingarnet Þingeyinga heldur utan um verkefnið og hýsir starfsmanninn sem leitað er að.

HÆFNISKRÖFUR

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla og/eða þekking á sviði nýsköpunar.
  • Áhugi á samfélagslegri uppbyggingu á svæðinu.
  • Drifkraftur og hugmyndaauðgi.
  • Frumkvæði og leiðtogahæfni.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvætt hugarfar og brennandi áhugi á viðfangsefninu.
  • Framúrskarandi samvinnu- og samskiptahæfni.
  • Tækniþekking og innsýn í Fab-lab tæknismiðjur.
  • Færni í alþjóðlegum samskiptum.

UM STARFIÐ

  • Umsjón með uppbyggingu nýs frumkvöðlaseturs og nýsköpunarmiðstöðvar á Húsavík.
  • Umsjón með þróunarvinnu og stefnumótun.
  • Umsjón með tæknismiðju.
  • Samskipti og samstarf við aðrar nýsköpunarmiðstöðvar, opinbera aðila og aðra þá sem koma að uppbyggingu og starfsemi setursins.
  • Starfsstöð er á Húsavík og gert er ráð fyrir því að starfsmaðurinn búi á staðnum og taki þátt í samfélaginu samhliða uppbyggingarstarfinu.
  • Starfið er til eins árs með möguleika á lengri ráðningartíma.

Húsavík er fallegur og sögufrægur staður við Skjálfandaflóa. Hann er miðstöð þjónustu og verslunar í Þingeyjarsýslum og vinsæll áfangastaður ferðamanna sem þangað sækja m.a. náttúrufegurð, menningu, sjóböð og hvalaskoðun. Samfélagið á staðnum er fjölskylduvænt og íþrótta- og menningarlíf í blóma. Mikil uppbygging hefur átt sér þar stað undanfarin ár bæði í atvinnulífi og á innviðum. Þekkingargeirinn hefur vaxið mikið og verið í beinum tengslum við atvinnulífið og þróun þess.

Við hvetjum áhugasama til að senda umsóknir og fyrirspurnir til Þekkingarnets Þingeyinga á netföngin oli@hac.is og lilja@hac.is.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk.

Deila þessum póst