Tæplega 80 manns sóttu ráðstefnu um jarðskjálfta á Húsavík

Tæplega 80 manns sóttu í síðustu viku ráðstefnuna Jarðskjálftar á Norðurlandi. Ráðstefnan er samstarfsverkefni vísindamanna undir forystu Dr. Ragnars Stefánssonar og Þekkingarnets Þingeyinga.

Þetta var í annað skipti sem ráðstefnan er haldin og voru þátttakendur um 20 fleiri en á fyrstu ráðstefnunni. Þá vakti mikill fjöldi erlendra gesta athygli en 34 erlendir vísindamenn sóttu ráðstefnuna. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar voru jarðskjálftar á Norðurlandi og var málefni skoðað frá ýmsum hliðum, allt frá hreyfingum á brotabeltum og sprungum til félagshagfræðilegra afleiðinga jarðskjálfta. Þá var fjallað um undirlag á byggingasvæðum á Húsavík og hlutverk almannavarna þegar jarðskjálftar verða.

Í tengslum við ráðstefnuna var haldinn opinn fundur  þar sem íbar á Norðurlandi, starfsfólk stjórnsýslunnar og sérfræðingar á sviðið jarðvísinda hittist og ræddi um jarðskjálfta, viðbrögð við jarðskjálftum og viðlagatryggingar. Sá fundur var vel sóttur, en alls voru um 40 manns á fundinum.

Á facebook síðu Þekkingarnetsins má sjá fleiri myndir frá ráðstefnunni.

IMG_7966

 

Deila þessum póst