Þekkingarnetið tók þátt í upphafsfundi DEAL verkefnisins þann 9.nóvember s.l. sem styrkt er af Erasmus+, Samstarfsáætlun Evrópusambandsins. DEAL – Digital Entrepreneurship for Adult Learners eða Símenntun í stafrænni hæfni frumkvöðla miðar að því að auka möguleika tilvonandi frumkvöðla.
Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar skýrslur framkvæmdastjórnar ESB sögðu frá því að meira en 40% Evrópubúa skorti stafræna færni og næstum helmingur þeirra atvinnulaus og í hættu á verulegri samfélags- og efnahagslegri jaðarstöðu. Fullorðnir með litla menntun eru þeir sem verða fyrir mestri áhættu vegna félagslegrar efnahagslegrar útilokunar vegna skorts á stafrænni hæfni. Raunveruleg dæmi hafa sýnt að aukin geta í stafrænni hæfni getur leitt af sér tækifæri fyrir frumkvöðla.
DEAL verkefnið miðar að því að koma af stað þessum möguleikum og þróa nýstárlegar aðferðir í kennslu og þjálfun, efla frumkvöðlastarf í dreifðum byggðum með því að leggja aukna áherslu á starfræna nálgun. Markhópurinn er fullorðið fólk með litla menntun.
Til stóð að upphafsfundur verkefnisins færi fram í Brussel en vegna COVID-19 faraldursins fór fundurinn fram á netinu. Þátttakendur í verkefninu fengu tækifæri til að kynna sig og stofnanirnar sínar í upphafi fundarins en að kynningunum loknum var farið yfir verkáætlun verkefnisins, sem og markmið og áætlaðan árangur af verkefninu. Þá var valið lógó fyrir verkefnið og drög sett saman að heimasíðu verkefnisins. Loks var settur saman aðgerðalisti fyrir verkefnið í heild sinni þannig að allir þátttakendur gengu út af fundi með vel skilgreind hlutverk innan verkefnisins hvað varðar ábyrgð og tímamörk.
DEAL verkefnið er tveggja ára verkefni sem hefst í lok árs 2020 og lýkur árið 2022. Þátttakendur í verkefninu eru sjö talsins og koma frá fimm Evrópulöndum (Belgíu, Íslandi, Írland, Ítalía og Spáni). Sótt var um verkefnið á Írlandi og er Þekkingarnet Þingeyinga samstarfsaðili.