Mikið líf er á Þekkingarnetinu þessar vikurnar en starfsmenn netsins vinna nú hörðum höndum við rannsóknarskýrslur auk þess sem verið er að undirbúa námsleiðir vetrarins áður en sumarfrí brestur á. Rannsóknasetur Háskóla Íslands er sem fyrr með sína þrjá starfsmenn í rannsóknum auk þess sem að meistaranemar vinna að lokaritgerðum sínum. 35 nemendur Marianne H. Rasmussen, forstöðukonu Rannsóknasetursins, eru svo hér á netinu og Hvalasafninu þar sem þau taka sumaráfanga. Stofnunin iðar semsagt af lífi þessa dagana og er það vel.