Þekkingarnetið skrifar undir samning með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar

Hæfni

Þekkingarnetið skrifaði nýverið undir samning við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Verkefnið er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins en að því standa helstu aðilar sem mynda bakland atvinnugreinarinnar, þ.e. ráðuneyti, Samtök ferðaþjónustunnar, fulltrúar stéttarfélaga, Ferðamálastofa og stjórnborð ferðaþjónustunnar.    Hæfnisetrið er samstarfsverkefni sem ætlað er að auka hæfni starfsfólks innan ferðaþjónustu á Íslandi.

Hlutverk Þekkingarnetsins í þessu verkefni verður að vinna í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki í Þingeyjarsýslum með það að markmiði að greina þarfir fyrirtækjanna og bregðast við þeim með námsúrræðum og ráðgjöf.  Þekkingarnetið mun hefja samráðsvinnu við fyrirtækin á svæðinu á næstu dögum/vikum og m.a. leggja sérstaka áherslu á Mývatnssveit, í samhengi við hina nýju starfsstöð Þekkingarnetsins þar, þ.e. Mikley-Þekkingarsetur.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðu þess:  http://haefni.is/

Deila þessum póst