Nýverið var leitað til Þekkingarnetsins um þátttöku í norrænu samstarfsverkefni. Um er að ræða 2ja ára Nordplus-verkefni með aðilum frá Danmörku, Finnlandi og Eistlandi. Verkefnið er unnið í samráði við Menningarráð Eyþings, sem kom að umsóknarvinnunni fyrr á þessu ári. Verkefnið hefur titilinn „SPARK – Curricula and training for culture volunteers in sparsely populated areas“. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa og hvetja til námstækifæra fyrir frumkvöðla og sjálfboðaliða sem geta haft hlutverkum að gegna í menningarlífi í dreifðum byggðum. Hlutverk Þekkingarnetsins verður því að koma að námskrárgerð og þróun námskeiða sem prófuð verða á hinu víðfema starfssvæði stofnunarinnar í Þingeyjarsýslum. Það er svo ætlunin að allar afurðir verkefnisins, m.a. þeir þættir sem Þekkingarnetið vinnur muni hagnýtast samstarfsaðilunum í hinum löndunum.