Þingeyskt og þjóðlegt

Föstudaginn síðastliðinn hitti starfsfólk Þekkingarnetsins hluta félagsskaparins Þingeyskt og þjóðlegt. Hópurinn kom í verbúðina og fékk þar kynningu á opinni smiðju  og tæknismiðju.

Opna smiðjan sem fjallar um hönnun og frumkvöðlastarf var skrifuð á Þekkingarnetinu árið 2012 í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og hefur hlotið vottun menntamálaráðuneytisins svo meta má nám í henni til allt að 10 eininga á framhaldsskólastigi. Fyrirhugað er að bjóða upp á opnu smiðjuna á árinu 2015 og verður hún auglýst nánar síðar.

Hér er slóð á námskrá hönnunar- og frumkvöðlasmiðjunnar: http://frae.is/files/Hönnunar%20og%20frumkvöðlasmiða160312_585466343.pdf

Tæknismiðjan er afrakstur tveggja verkefna sem fengu styrk úr sóknaráætlun. Verkefnin er samstarfsverkefni Þekkingarnetsins, Símey, VMA, FSH og Hönnunarverksmiðjunnar. Tæknismiðjan hér á Húsavík mun verða staðsett í verbúðinni þar sem Hönnunarverksmiðjan hefur verið til húsa. Smiðjan mun opna formlega í byrjun árs 2015. Þar mun fólk geta nýtt sér tæki smiðjunnar eins og laserskurðarvél, 3D prentara, örtölvur og spjaldtölvur.

Þátttakendur í Þingeyskt og þjóðlegt sáu ýmsa möguleika í að koma sínum hugverkum í framkvæmd með því að byrja á að stunda nám í hönnunar- og frumkvöðlasmiðjunni og koma svo með hugmyndirnar fullmótaðar í tæknismiðjuna til að búa til frumgerð af þeim.

2014-11-21 16.04.42

2014-11-21 16.04.54

Deila þessum póst