Námsstyrkir og -sjóðir

Myndaniðurstaða fyrir krónur mynd

Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi á styrkjum eða fjárstuðningi fyrir fullorðið fólk í námi. Á vinnumarkaði eru reknir starfsmenntasjóðir sem fyrirtæki og/eða starfsfólk greiða iðgjöld til og er markmð þeirra almennt að félagsfólk og vinnustaðirnir nýti þá fjármuni á námskeiðum eða til námsúrræða.  Bæði fyrirtæki/stofnanir og starfsmenn geta sótt um styrki eftir því hvernig skipulag náms er eða umsókn er gerð.

Stór hluti starfsmenntasjóða á vinnumarkaði hefur komið á samstarfi um styrkumsóknir og styrkveitingar til náms í gegnum sameiginlegu heimasíðuna Áttin:  www.attin.is.

Aðrir styrkjamöguleikar eru ýmsir, bæði hjá starfsmenntasjóðum sem ekki eru innan samstarfsins um Áttina, sem og hjá hverju og einu stéttarfélagi, sem afgreiða í sumum tilvikum sjálf styrki til námskeiða eftir reglum sinna eigin starfsmenntasjóða.

Nemendur og vinnustaðir eru hvattir til að hafa samband við starfsfólk Þekkingarnetsins varðandi styrki til náms, en stofnunin vinnur náið með stéttarfélögum og vinnustöðum á sínu starfssvæði og getur gefið ráð um útfærslu og umsóknir um styrki fyrir námsmenn og vinnustaði.

X