Þekkingarnet Þingeyinga býður fyrirtækjum og stofnunum upp á fjölbreytta þjónustu. Ráðgjafar á fyrirtækjasviði eru Ingibjörg Benediktsdóttir og Hilmar Valur Gunnarsson. Fyrirtækjasvið býður upp á námskeið og ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir þar sem þarfir hvers og eins eru hafðar að leiðarljósi.
Meðal þess sem við getum boðið upp á er:
- Þarfagreining á fræðslu og endurmenntun
- Gerð fræðsluáætlana
- Stuttir hnitmiðaðir fyrirlestrar
- Skipulagning á styttri eða lengri námskeiðum
- Skipulagning starfsdaga
- Hópefli meðal starfsfólks.
- Aðstoð við styrkumsóknir
Mikilvægt er að horfa til þeirrar hæfni sem mætir þörfum og markmiðum fyrirtækisins og starfsmenn yfirfæri sína hæfni á störf sín. Við getum aðstoðað þig með fræðslu í þínu fyrirtæki hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma. Við aðstoðum fyrirtæki með stök námskeið og einnig við að framfylgja fræðsluáætlun sem gerð hefur verið . Námskeiðin eru haldin í húsnæði okkar eða komið á vinnustað.
Þekkingarnet Þingeyinga í samstarfi við fræðslusjóði stéttarfélaganna getur boðið “Fræðslustjóra að láni“. Verkefnið byggir á að lána ráðgjafa til fyrirtækja í tiltekinn tíma. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk. Út frá greiningunni er unnin fræðslu- og símenntunaráætlun sem leggur grunn að markvissri fræðslu starfsmanna. Hægt er að sækja um styrk að fullu fyrir verkefninu til fræðslusjóðanna.Markviss uppbygging starfsfólks er aðferð þar sem unnið er kerfisbundið að starfsmannaþróun í fyrirtækjum og stofnunum. Með Markviss er metin og skipulögð menntun, þjálfun og annað sem tengist uppbyggingu starfsmanna.
Aðferðir Markviss gefa stjórnendum og starfsmönnum kost á að meta sjálfir færni- og þekkingarþörf innan fyrirtækis eða stofnunar og skipuleggja uppbyggingu hvers starfsmanns í samræmi við niðurstöður matsins.
Markviss hentar vel stærri sem smærri fyrirtækjum og stofnunum, jafnt opinberum sem í einkarekstri.
- Öflugri starfsmenn
- Heildarsýn yfir færni starfsmanna
- Símenntunaráætlanir fyrir hvern starfsmann eða starfsmannahóp
- Opnari samskipti yfir og undirmanna
- Auðveldar lausn vandamála innan fyrirtækja og stofnana
- Fyrirtæki og stofnun fær kerfi til að vinna áfram að símenntun starfsmanna
Ráðgjafi Þekkingarnetsins aðstoðar við umsóknir í fræðslusjóði og leiðbeinir fyrirtækjum hvar má sækja styrki vegna fræðslu.
Frekari upplýsingar um fyrirtækjaþjónustu Þekkingarnetsins gefa verkefnastjórar
Ingibjörg með netfangið: ingibjorg@hac.is
Hilmar Valur með netfangið: hilmar@hac.is
Einnig er hægt að hringja í síma 464-5100