Þrælskemmtilegt saumavélanámskeið

IMG_7662
Það kom okkur í opna skjöldu að engin karlmaður sótti námskeiðið.

Í gærkvöldi mættu 7 hressar konur á saumavélanámskeið þar sem Guðrún Erla Guðmundsdóttir kenndi þeim á saumvélarnar sínar. Markmiðið var að þátttakendur myndu öðlast meiri færni á saumavélarnar sínar. Þátttakendur komu með sínar eigin vélar, bæði venjulegar heimilisvélar og overlock vélar. Úr var lærdómsrík og ákaflega skemmtileg kvöldstund.

Leiðbeinandi námskeiðsins hún Guðrún Erla er menntaður fatahönnuður og rekur saumastofuna og verslunina Finkuna hér á Húsavík. Það er nokkuð ljóst að Þekkingarnetið mun óska eftir því að Guðrún Erla haldi fleiri námskeið fyrir okkur.

Deila þessum póst