Tölvur ekkert mál!

 

Það var heldur betur fjör þegar eldri borgarar lærðu að taka sjálfu eða „Selfie“ á tölvunámskeiði hjá Þekkingarnetinu.  Hugmyndin varð til þegar Sigurður Páll umsjónarmaður félagsstarfs eldri borgara leitaði til Þekkingarnetsins í vetur um námskeið. Ákveðið var að Þekkingarnetið héldi kynningu hjá eldri borgurum í Hlyn í vetur og í kaffispjalli eftir kynninguna kviknaði hugmyndin. Það er Snæbjörn Sigurðarson sem kennir en og kennt er á fartölvu, síma og spjaldtölvu. Hópurinn hittist í þrjú skipti og eiga nemendur að æfa sig heima.

Fyrirhugað er að halda samskonar námskeið í dvalarheimilinu Hvammi sem byrjar í næstu viku.

Eins og má sjá á meðfylgjandi myndum er mikið fjör á námskeiðinu og allir geta lært á tölvur.

Deila þessum póst