Endurmenntunarstefna

  • Þekkingarnet Þingeyinga leggur áherslu á að starfsfólk sæki sér fræðslu og menntun sem viðheldur og eykur færni þeirra í starfi sem og öðrum verkefnum lífsins. Er þar m.a. átt við viðurkennd námskeið, fagráðstefnur, málþing eða aðra tegund fræðslu.
  • Starfsfólk og stjórnendur bera sameiginlega ábyrgð á sí- og endurmenntun starfsfólks og er fólk hvatt til þess að kynna sér reglulega þá möguleika sem í boði eru hverju sinni. Þekkingarnetið býður auk þess sjálft upp á námskeið og fyrirlestra og stendur fyrir málþingum um það sem er í deiglunni hverju sinni.
  • Stofnunin hefur ákveðið svigrúm til að taka þátt í kostnaði vegna sí- og endurmenntunar starfsmanna sem telst vera til gagns fyrir starfsemi hennar. Óska þarf sérstaklega eftir því hjá forstöðumanni sem metur hverja umsókn. Stofnunin leitast einnig við að gefa starfsmönnum kost á því að sækja sér fræðslu í vinnutíma, sé það mögulegt.
  • Ætlast er til þess af starfsfólki að það deili þekkingu sinni innan stofnunarinnar og sé tilbúið til þess að aðstoða hvert annað eins og kostur er.
  • Á hverju ári er farið yfir endurmenntun starfsmanna í starfsmannasamtali og þörf hvers og eins fyrir endurmenntun áætluð á árinu.