Umbúðabyltingin

Frá því vorið 2008 hafa starfsmenn og nemendur á Þekkingarsetrinu á Húsavík flokkað sorp. Jafnframt höfum við reynt að breiða út boðskapinn um mikilvægi flokkunar og endurvinnslu með fyrirlestrum og námskeiðum á vinnustöðum og lagt okkur fram um að taka fleiri vistvæn skref en sorpflokkunina, en dæmi um það eru t.d. þátttaka í Hjólað í vinnuna og að hætta að kaupa burðarplastpoka þegar við verslum inn fyrir stofnanirnar eða starfsmenn.

Í gær fengum við óvænta gesti frá Höfn í Hornafirði, Írlandi og Svíþjóð. Einn gestanna frá Höfn stendur á bak við facebook síðuna „Bylting gegn umbúðum“. Það vakti athygli hans að sjá starfsmenn og notendur Þekkingarsetursins hvatta til að taka með sér fjölnota burðarpoka þegar þeir fara að versla. Nokkrum mínútum síðar vorum við mætt á síðuna sem gott fordæmi varðandi það að draga úr notkum burðarplastpoka.

kaffistofufrétt

Deila þessum póst