Útskrift úr Fagnámi III

Síðastliðið haust hófst námsleiðin Fagnám III fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Tíu nemendur hafa stundað námið núna í þrjár annir og voru því nemendurnir að vonum ángæðir þegar námsleiðinni lauk með útskrift í gær.

Hópmynd

Það hefur verið sönn ánægja að fylgjast með þessum hópi kvenna sem hefur lagt leið sína á Þekkingarnetið tvisvar sinnum í viku frá því síðasta haust. Hópurinn hefur verið mjög samstilltur og skemmtilegur og hafa leiðbeinendur haft orð á því hve áhugasamar þær eru um efnið og námið.

Kennslan í námsleiðinni fór að hluta til fram á vinnustað, en valdir námþættir voru kenndir á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga undir leiðsögn fagfólks sem þar starfar og gafst það mjög vel að sögn nemenda og leiðbeinenda. Við viljum koma á framfæri sérstökum þökkum til Heilbrigðisstofnunarinnar fyrir aðstöðuna.

Starfsfólk Þekkingarnetsins óskar nemendum öllum innilega til hamingju með áfangann og þakkar fyrir góðar stundir síðastliðið ár. Við viljum einnig þakka því frábæra fagfólki sem koma að allri kennslu sem gerði það að verkum að kennslan var bæði fagleg og ekki síst skemmtileg.

 

IMG_6491

IMG_6493

IMG_6659

IMG_6660

IMG_6661

Deila þessum póst