Útskrift úr Fagnámi 3

IMG_3694
Hluti nemenda í Fagnámi III að lokinni gómsætri máltíð á Bárunni.

Síðastliðinn föstudag var útskrift af námsleiðinni Fagnám III sem er 198 kennslustunda námsleið frá Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins. Nemendur starfa öll á dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn. Kennslufyrirkomulagið var með nýju sniði að þessu sinni en unnið var út frá þeirri hugmyndafræði að færa kennsluna meira inn á vinnustað og fækka hefðbundnum kennslustundum þar sem setið er og hlustað á fyrirlestra. Einu sinni í viku voru fyrirlestrar og þess á milli fór fram verkleg kennsla á vinnustað.   Námsleiðin var kennd í gegnum fjarfundabúnað að mestu, en þó fóru fram kennslustundir á Þórshöfn, auk þess sem aðalleiðbeinandi námsleiðarinnar kenndi þar eina lotu. Nemendurnir komu til Húsavíkur í eina verklega lotu og fór kennslan fram á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Við óskum nemendunum innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni.

Deila þessum póst