Vantar þig aðstöðu til að læra?

frett2
Upplýsingar um starfsstöðvar og námsver Þekkingarnets Þingeyinga

Þekkingarnet Þingeyinga býður upp á þjónustu fyrir alla nema á starfssvæðinu, sem bæði er stórt og víðfemt.

Nemendur sem stunda fjarnám geta nýtt sér sólarhrings aðgang að námsverum á Húsavík og Þórshöfn, hægt er að hitta á starfsfólk okkar á þessum stöðum alla virka daga milli kl. 08:00 og 16:00. Við erum boðin og búin til að aðstoða ykkur með allt sem tengist ykkar námi.

Þekkingarnetið er með fjarfundabúnaði og námsver á sjö stöðum í héraðinu og standa þessir staðir nemendum til boða endurgjaldslaust. Aðstöðuna er hægt að nota til að fylgjast með fyrirlestrum í fjarfundi, nýta sér lesaðstöðuna eða taka próf allt árið um kring.

Ef þú ert í fjarnámi, hafðu þá endilega samband og við munum reyna að að stoða þig eins og við getum.

Við bjóðum upp á ókeypis ráðgjöf hjá náms- og starfsráðgjafanum okkar henni Erlu Dögg. Hafið endilega samband í síma 464-5100.

 
frett
Starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga

Deila þessum póst