Vel heppnað Verkefna-stjórnunarnámskeið.

Á fimmtudag og föstudag í síðustu viku fór fram Verkefnastjórnunarnámskeið hér á Þekkingarsetrinu. Kennari var Svavar H. Viðarsson. Námskeiðið var alls 21 kest. og voru 13 þátttakendur skráðir til leiks.

IMG_5843

Þetta er í annað sinn sem Svavar kemur hingað til okkar með þetta námskeið og hafa rúmlega 30 þátttakendur setið námskeiðið. Óvinnuhæft var á köflum hér í húsinu á meðan námskeiðinu stóð þar sem hlátrarsköll og lófatak gerðu það að verkum að starfsmenn misstu alla einbeitingu. En við kvörtum ekki undan því.

Miðað við viðbrögð þátttakenda er óhætt að mæla með þessu Verkefnastjórnunarnámskeiði hjá Svavari. Við þökkum honum kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá hann aftur fljótlega.

Deila þessum póst